Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024Líf & starf Nafnið á þessu fallega vesti rímar ekki við þá sól og gleði sem við ætlum að fá í sumar. Vesti eru gríðarlega vinsæl núna. Þetta vesti úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk, en hægt er að velja hvaða garn í garnflokki A í stað Drops Alpaca eða nota 1 þráð af garni í garnflokki C. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, klauf í hliðum og skáhallandi öxl. DROPS Design: Mynstur z-1027 Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL) Yfirvídd: 80 (88) 96 (106) 114 (132) cm Garn:DROPS ALPACA fæst í Handverkskúnst (tilheyrir garnflokki A) 200 (200) 250 (350) 300 (300) g litur á mynd nr 9030, pistasíuís Og notið: DROPS KID-SILK fæst í Handverkskúnst (tilheyrir garnflokki A) 75 (100) 100 (100) 125 (125) g litur á mynd nr 47, pistasíuís Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3,5 og 4,5. Hringprjónn 40 cm nr 3,5. Prjónfesta: 18 lykkjur á breidd og 24 umferðir á hæð með sléttu prjóni með 1 þræði í hvorri tegund = 10x10 cm. VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Prjónað er neðan frá og upp og fram- og bakstykkið er saumað saman. Í lokin er prjónaður upp kantur í hálsmáli sem brotinn er tvöfalt. BAKSTYKKI: Fitjið upp 102 (114) 126 (134) 146 (166) lykkjur á hringprjón nr 3,5 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón (allar umferðir prjónaðar slétt), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir af umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 7 (7) 7 (8) 8 (8) cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5, prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur halda áfram í garðaprjóni) og fækkið um 9 (11) 13 (11) 13 (13) lykkjur jafnt yfir = 93 (103) 113 (123) 133 (153) lykkjur. Nú er prjónað mynstur frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 alls 9 (10) 11 (12) 13 (15) sinnum, endið með fyrstu lykkju í A.1 þannig að mynstrið verði alveg eins í hvorri hlið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 23 (24) 25 (26) 27 (28) cm, fitjið upp 5 nýjar lykkjur fyrir kant á ermi í lok 2 næstu umferða = 103 (113) 123 (133) 143 (163) lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að loka máli. Þegar stykkið mælist 44 (46) 48 (50) 52 (54) cm, setjið miðju 35 (37) 39 (41) 43 (45) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli = 34 (38) 42 (46) 50 (59) lykkjur eftir á hvorri öxl. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Skáhallandi öxl: Í næstu umferð frá hlið eru felldar af fyrstu 5 lykkjur (kantur á ermi). Nú eru prjónaðar stuttar umferðir yfir öxl þannig að axlirnar fái betra form og passi betur, með byrjun í næstu umferð frá hlið / handvegi þannig: Haldið áfram með A.1 og setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að koma í veg fyrir að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8 (9) 10 (11) 12 (14) lykkjur á þráð 3 sinnum og síðan síðustu 5 (6) 7 (8) 9 (12) lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð. Setjið til baka 29 (33) 37 (41) 45 (54) lykkjur af þræði á hringprjón nr 4,5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt þar sem snúið er við mitt í handvegi, takið þráðinn upp á milli 2 lykkja og prjónið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 48 (50) 52 (54) 56 (58) cm frá uppfitjunarkanti að efsta punkti á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. Framstykki: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 42 (44) 46 (46) 48 (50) cm = 103 (113) 123 (133) 143 (163) lykkjur. Nú eru miðju 27 (29) 31 (33) 35 (37) lykkjur settar á þráð og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. Yfirlit yfir næsta kafla: Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. Lestu kaflann HÁLSMÁL og SKÁHALLANDI ÖXL áður en prjónað er áfram. Hálsmál: Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá réttu alls 4 sinnum. Þegar lykkjum er fækkað í A.1, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í heilan kaðal eru prjónaðar brugðið. Frágangur: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma niður að stroffi = klauf í hliðum. Tvöfaldur kantur í hálsmáli: Byrjið frá réttu við aðra öxlina og prjónið upp ca 80 til 104 lykkjur í kringum hálsmál (ásamt lykkjum af þræði), á stuttan hringprjón nr 3,5. Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og saumið niður með nokkrum sporum. Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is SAMANBRJÓTANLEGUR ÁLHJÓLAPALLUR 60CM Pallurinn er með standhæð 196cm og vinnuhæð 396cm og breidd er 50cm www.byko.is/leiga | leiga@byko.is | 515-4020 59.995 89.995 -3 3% VNR. 50190824 Hannyrðir: September-rigning Lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjur sem voru prjónaðar. Engin lykkja þar sem búið er að fækka um þessar lykkjur áður, hoppið yfir í næstu rúðu í mynsturteikningu. Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni upp á prjóninn, í næstu umferð er upp- slátturinn prjónaður brugðið, það á að myndast gat. Slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu. Brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu. Klettagörðum 11 - 104 Reykjavík - meiraprof.is - meiraprof@meiraprof.is Réttindin gilda í Evrópu Auknir atvinnumöguleikar Íslensk og ensk námskeið C-CE-D-C1-C1E-B/Far Skráning á námskeið er inni á síðunni meiraprof.is Fyrirspurnir sendist á meiraprof@meiraprof.is Íslensk námskeið mánaðarlega Ensk námskeið 4 - 6 sinnum á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.