Bændablaðið - 13.06.2024, Page 53
53Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
LÍFRÆN SKOLP
HREINSISTÖÐ
• Hátt hreinsunarstig
• Lyktarlaus
• Einföld uppsetning
• Ekki þörf á siturlögnum
• Möguleiki á fjartengingu við upplýsingakerfi
vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is - Sími 510 1400 - www.vatnsvirkinn.is
• Stöðin kemur samsett og tilbúin til uppsetningar
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund
eins og hún er alltaf kölluð, var gerð að fyrsta
heiðursborgara Flóahrepps á dögunum.
Sigga varð áttræð þann 30. maí síðastliðinn og hélt
þá fjölmenna veislu á veitingastaðnum Vatnsholti í
Flóa þar sem hún tók við heiðursnafnbótinni.
Sigga er útskurðarmeistari á heimsmælikvarða
og liggja listaverk hennar víðs vegar innan lands
sem utan.
„Það er alveg ljóst að Sigga á Grund hefur
með verkum sínum stuðlað að jákvæðri ímynd
sveitarfélagsins og er ævistarf hennar í listinni
stórkostlegt afrek í þágu lands og þjóðar,“ segir
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.
Meðal þekktra verka Siggu er útskurður á
gangtegundum íslenska hestsins og fundarhamar
allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. /mhh
Fyrsti heiðursborgari Flóahrepps
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra
Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna
Eiríkssonar oddvita. Mynd / Aðsend
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, með einn af hestunum sínum en hún hefur skorið út allar íslensku
gangtegundirnar. Geri aðrir betur. Mynd / mhh