Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 24
22
VÍÐFÖRLI
svipaður heimavistarskóli fyrir kvenstúdenta og byrjað er að
reisa diakoni-stofnun o.fl. FrumkvöSull þessa starfs er Vellas.
háskólakennari.
Athyglisverð og þýðingarmikil er sú hreyfing, sem víða er
kunn og nefnist Zóe, Líf. Það er samtök guðfræðinga, bræðraregla.
Meðlimirnir hafa allt sameiginlegt, eru ókvæntir, matast og búa
saman en ekki klæðast þeir sérstökum reglubúningi.
Sjálfsafneitun einkennir líf þeirra. Þeir helga sig prédikunar-
starfi og ritstörfum og sálgæzlu ef vígðir eru. Þessi bræðraregla á
sína eigin prentsmiðju af nýjustu gerð. Þar eru prentuð viku-
blöð þeirra og bækur. í prentsmiðju þeirra og í öllum öðrum
starfsgreinum vinnur fjöldi sjálfboðaliða, stúdentar og aðrir, sem
verja öllum frístundum sínum til þess að koma þessum ritum
út og dreifa þeim um landið. Með þeim hætli er og unnt að
halda kostnaði niðri. Trú og fórnarvilji meðlimanna er frábær.
Þeir gera allt fyrir trú sína. Hreyfing þeirra hefur og á fjörutíu
ára lífsskeiði sínu orðið hin þýðingarmesta allra hreyfinga í
Grikklandi. Hún hefur áhrif á allt kirkjulífið. Aðrar hreyfingar
fylgja merkjum hennar.
Á stefnuskrá þessarar hreyfingar er einnig umbætur messunn-
ar. Messan er, eins og fyrr segir, mikilvæg. Hún túlkar eilíf sann-
indi en er fyrst og fremst upplifun hinnar guðlegu veraldar, haf-
in yfir stund og stað. Guðsþjónustan getur staðið yfir klukku-
stundum saman. Morgunmessa, sem biskup syngur, getur staðið
yfir í 4 stundir. í messunni lifir trúaður maður fullkomið samfélag
við alla kirkjuna, hafið yfir alla tíma, en fyrst og fremst lifir hann
hluttöku í Kristi. í messunni fórnar öll kirkjan sér með Kristi.
menn sameinast fórn Krists og lifa friðþægingarfórnina á Golgata
á líðandi stundu. „Þú ert sá, sem fórnar og er fórnað, sá, sem
meðtekur og útdeilt er, Kristur, vor Guð,“ segir í Krysostomos-
messunni. 1 dýpstu lotningu fellur söfnuðurinn á kné, þegar prest-
urinn hefur tónað innsetningarorðin og flytur bæn í hljóði, að
Guð sendi sin Heilaga Anda til þess að umbreyta brauðinu og
víninu í líkama Krists og blóð. Lotningin og tilbeiðslan við út-
deilinguna er djúp. Þá tónar presturinn: ..Drottinn, frelsa lýð