Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 61
NIÐUR í BRÁÐAN BREIÐAFJÖRÐ
59
að miðaldaguðfræðin hafi talið, að Guð einn væri fullkominn. En
guðfræði allra alda hefur hinsvegar gert skarpan greinarmun á
ófullkomnu og illu, þangað til sr. Benjamín skarst í leikinn. Hann
telur hið illa aðeins ófullkomnari mynd hins góða. 111 hugsun
er góð hugsun á lægra stigi, löstur er vanþroska dyggð, grimmd
ófullkomin mildi, lygin aðeins ófullburða sannleikur, hatrið er
kærleikur, aðeins í óæðri mynd!
Og þekkingin á Guði er fólgin í meðvitund mannsins um það
dýpsta og sannasta eðli sitt að vera gæddur náttúrufari og lífs-
venjum krókdíla, höggorma, tígrisdýra og sýkla!
Hvað ætli þeim gömlu og gegnu merkisberum liberalismans, svo
sem eins og Albert gamla Ritschl, hefði orðið, ef þeir hefðu horft
upp á önnur eins ódæmi og þetta?
Sr. Benjamín telur sig vera að „skýrgreina, hver sé hinn raun-
verúlegi kjarni, takmark og eðli kristinnar trúar,“ eins og hann
kemst að orði, enda segir hann þetta verið hafa viðleitni „frjáls-
lyndrar“ guðfræði, „ef trúarbrögðin mætti með því móti verða
göfugri og til meiri hjálpar í siðmenningarbaráttu þjóðanna.“
Það er óhætt að taka liberalismann í forsvar um það, þrátt
fyrir allt, að hann hafi áður eða annars staðar komið guðfræð-
inni út í þá syndandi eðju, sem hér blasir við.'Fremur myndi þetta
vera amerískur „vulgær“ únitarismi og ekki lystilega framreidd-
ur. Væri þetta kjarni og eðli kristinnar trúar, þá hefði hún ekki
orðið til mikillar hjálpar í siðmenningarbaráttu þjóðanna. Og
vandalítið er það að velja á mi'lli þessara „göfugu“ trúarbragða
og gamla kristindómsins.
Kenning kristindómsins um fa.ll mannsins segir jrelta:
Þú hefðir átt að vera annað en þú ert, heimurinn, sem Jiú mót-
ar, annar en hann er. Þú ert sekur við þann góða Guð, sem gaf
þér líf þitt og heim og ekkert gefur nema það, sém er gott. Guð
hefur ekki skapað þig „nákvæmlega eins og þú ert,“ það er langt,
langt frá því. Þú skapar þig líka sjálfur og leggur þér örlög, því
þú ert ekki aðeins „meðfætt eðli og lífsvenjur,“ þ. e. blind eðlis-