Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 65

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 65
NIÐUR í BRÁtíAN BREltíAFJÖRÐ 63 þangað. Satt segir hann einu sinni, er hann getur þess, að ég minnist ekki á Köíska. Mér er það satt að segja ekki sérlega tamt, hvorki í ræðu né riti. Eigi að síður gerir sr. Benjamín mér upp þær skoðanir, að „djöfullinn sé það ógnarvald, sem hvarvetna skákar gæzku Guðs út í horn, svo að hennar gætir nauðalítið.“ En það er hvort um sig, að sr, Benjamín hefur skrifað meira um djöfulinn á einu ári en ég hef gert á ævi minni allri, enda veit ég ekki til þess, að nokkur maður hafi gert ráð fyrir þvílíku ógnar- valdi þessarar persónu sem hann, því að hvar sem hann kemur inn á sögu kristinnar hugsunar í fortíð og nútíð, er það nálega djöfullinn einn, sem hann kemur auga á eða eitthvað honum líkt. Mig telur hann, eins og kunnugt er, trúa á djöfulinn og tjáir jafn- framt, að helzti unaður minn muni vera sú tilhugsun, að þorri mannkynsins verði steiktur á glóðum til eilífðarnóns. En sam- hliða þessum allra mildilegasta (og eftir því rökstudda) úrskurði segist hann áætla, að ég muni vera svo sem hundrað sinnum betri en ég telji sjálfan mig vera. Þegar ég svo kynnist hugmynd hans um frelsun mannsins, að hún sé „aðallega fólgin í andlegum þroska, mannviti, þekkingu og kærleika,“ þá verður mér satt að segja starsýnast á þetta aðallegu, af því að ég vil mega vona, að einhver smuga sé til frelsunar jafnvel þar sem „mannvit, þekking og kærleikur“ eru t. d. á stigi ofangreindrar umsagnar um mig. En undarlega bregður við, að sr. Benjamín skuli svo fara að flytja útskúfunarlærdóm í eigin nafni og með þó nokkurri áherzlu. í sömu andrá og hann gerir grein fyrir hugmynd sinni um það, í hverju frelsunin sé „aðallega“ fólgin og kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu, að Kristur muni vera frelsari manna og Drott- inn „að því leyti sem fordæmi“ hans „getur þokað“ mönnum eitt- hvað áleiðis, segir hann: „Eg hugsa mér hinzta dóminn nokkurn veginn eins og í Matt. 25.“ Þá er að lesa þann kapítula til enda og verður þá „nokkurn veginn“ ljóst, hverjir halda „aðallega“ fram útskúfunarlærdómi á Islandi, „að því leyti sem“ ummæli manna, eins og þau liggja fyrir, geta ,.þokað“ til skilnings á því. Sigurbjörn Einarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.