Víðförli - 01.05.1951, Page 4
2
vatni á yður svo að 'þér verðið Ihreinir .. . og ég mun gefa yður
nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst ÍEsek. 36,25,26,
sbr. Sak. 13,1).
Að vitund frumkristninnar var þessi tími runninn upp. Hjálp-
ræði Guðs í Jesú Krieti var orðið staðreynd. Vegurinn var ruddur
til samfélags við Guð í friði og sátt við hans heilaga réttlæti, til
Jiluttöku í anda hans. Kristin skírn er tileinkun þessa. Mörkin milli
hennar og annarra athafna, seni svipaði til hennar, eru fólgin í
nafni þess Jesú frá Nazaret, sem Guð hafði gjört að Drottni og
Kristi.
Oft hefur það borið á góma, hvað því valdi, að hér og víðar i
Pastulasögunni er talað um skírn í Jesú nafni aðeins, þar sem
skírnarboð Krists (Matt. 21! 19—20) kveður svo á, að skírt skuli
í nafni heilagrar þrenningar, svo sem og hefur gert verið í kirkj-
unni svo lengi, sem rakið verður með vissu.
Þrátt fyrir þetta orðalag Postulasögunnar er eins líklegt, að
alltaf hafi verið skírl í nafni Föðurins og Sonarins og heilags
Anda. Auðkenni, sérkenni hins kristna safnaðar var Jesú-nafnið,
með því var markalínan dregin milli hins nýja og hins gamla og
þurfti ekki annað nafn að nefna þegar um það eitt var að ræða að
marka þau skil. Það verður ekki ályktað út ftá Postulasögunni, að
skírnin hafi ekki að þessu leyti farið fram í samræmi við skírnar-
boðið í Matt. 28. Um það lætur „Postulakenningin"'1 í té mikilvæg
rök. Þar er og talað um skírn í nafni Drottins, en þegar hins vegar
er mælt fyrir um, hvernig skíra skuli, þá er kveðið svo á, að skírt
skuli í nafni Föðurins, Sonarins og hins heilaga Anda.
Þá hefur það verið í efa dregið, að skírnarboðið sé í raun og
veru drottinlegt boð.
Víst er um það, að það er hinn upprisni, sem gefur það skv.
heimildunum, svo að það er ekki isögulegt á jarðlega vísu. Heimild-
irnar greina ekki frá neinum fyrirmælum hans hér að lútandi á
!) „Kenning Drottins fyrir munn hinna tólf postuia1' heitir rit þetta
fullu nafni, venjulega nefnt Didaohe, Kenning. Það mun sett saman um
100 e. Kr. eða litiu síðar og er merkileg heimiid um frumkristnina.