Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 48
Niður í bráðan Breiðafjörð
Enn er Benjamín, vinur vor og kollega, Kristjánsson á ferðinni
I Kirkjuritið, 17, 1). Segist nú trúa á Guð en grýlur ei og siglir
með það. Betur fór á hjá Eggerti forðum og var hann þó feigur.
En engum er of gott að hressa sig á hreystiyrðum feigs manns í
ágjöfum og barningi og þokudrunga, sem hylur allar strendur.
Ég var að reyna að yrða á hann. Gaf hann reyndar tilefnið.
En til lítils kom og sannast þar víst hið fornkveðna, að ekki verð-
ur feigum forðað. En sjaldan kallar feigð með slíkum ósköpum
sem í þessu tilfelli og gat ég varla varast það. Loks gerði ég
honum þá aðvörun í tilraunaskyni, að frekari orðaskipti væru
tilgangslaus með öllu, ef hann sýndi ekki einhvern lit á hátterni
nokkurn veginn allsgáðra manna. Þeirri málaleitun svarar hann
með algerri frávísun. Verður þá að 'hafa það.
Þótt vonlaust sé, því miður, að ræða við sr. Benjamín, er ekki
ástæðulaust að ræða um hann nokkuð. Hefði ég að vísu kosið að
gela gert það öðruvísi, en nú verður það að fara eftir málavöxtum.
Og fleiri eiga leið um Breiðafjörð andlegra mála en hann. Segir
sagan, að ekki þurfi nema einn afglapa í hverja veiðistöð. Sú
alkunna er afsökun mín fyrir þeim tíma, sem hér er offrað á þessa
ófýsilegu siglingu og afdrif hennar.
1 tveim greinum vöxtulegum hefur sr. Benjamín farið mörgum
orðum um hjúskapar- og ástamál og hefur ekki þótt mvrkur í
máli né sérlega góðorður að jafnaði. I þriðju atrennu sinni kveðst
hann vera „leiður orðinn“ á þessu gómgæti. Ollu má ofgera. Síð-