Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 37
HEFUR KRISTINDÓMURINN GERT GAGN ?
35
leiðingar stjórnkænskunnar. En utan gáttar hinna veglegu salar-
kynna sést Kristur á leið út úr höllinni. Og undir myndinni standa
orðin: „Hann var ekki kvaddur til.“
Listamaðurinn hefur þarna höndlað og túlkað í leifturmynd
sjálfan kjarna málsins.
Er ekki kristindómurinn gjaldþrota? spurði ég að upphafi þessa
máls í orðastað ýmissa nútímamanna.
Gjaldþrota er sá, sem ekki á lengur þau verðmæti, sem svari
til þeirra skuldbindinga, sem liann hefur tekið á sig.
Á það við um kristindóminn?
Enn er ég ekki farinn að sjá eða heyra þann mann — og býst
ekki við að gera það hér eftir —, sem haldi því fram í alvöru
að athuguðu máli, að kristindómurinn geti ekki staðið við skuld-
bindingar sínar, —- ef skilyrðum hans er fullnægt. Það hefur
enginn reynslu af því í einkalífi sínu, að kristindómurinn bregð-
izt, ef skilyrði hans eru tekin til greina. Allir, sem um það geta
borið af raun, flytja samhljóða vitnisburð. Og mannlífið almennt,
þjóðlíf, samlíf þjóðanna? Hafa menn í forystulöndum álfunnar,
hafa leiðandi menn víðsvegar um hinn svo nefnda kristna heim
•ef til vill bundizt samningum og samtökum um það að fullnægja
skilyrðum kristindómsins, gangast undir kröfur hans? Er það
svo kristindómurinn, sem hefur brugðizt, þegar á reyndi?
Svarið við þessari spurningu veit hver maður, sem þetta les,
hver læs og hugsandi maður, hvar sem er.
Læknir, sem ekki er sóttur eða að litlu hafður, verður ekki
sakaður, þótt sjúklingi farnizt illa.
Skáldið Bernhard Shaw lét einhvern tíma hafa eftir sér þessi
athyglisverðu ummæli: „Ég les í evrópskum blöðum, að kristin-
dómurinn sé orðinn gjaldþrota. Hvað eru mennirnir að fara? Hef-
ur kristindómurinn nokkurn tíma verið látinn reyna sig? Vér höf-
um fylgt Barrabasi í 1900 ár. Er ekki kominn tími til, að vér
reynum Krist og fylgjum honum?“
Svo er annað, sem margir virðast ekki gera sér grein fyrir