Víðförli - 01.05.1951, Side 38

Víðförli - 01.05.1951, Side 38
36 VÍÐFÖRLl og menn þekkja ef til vill ekki eins og skyldi: Það er meira en lítið vafasamt, að kristindómurinn geti talizt ríkjandi lífsskoðun Vesturlanda eða hafi verið það fram á vora daga. Eitt höfuð- einkennið á þróun evrópskrar hugsunar —- ekki síðustu áratugi, heldur undanfarnar 2—3 aldir, er (oftast) hægfara en mjög markvís framsókn heiðinnar lífsskoðunar. Það er auðvelt að rökstyðja þetta, þótt það verði ekki gert í fáeinum setningum. En sá, sem véfengir þessa staðhæfingu, veit mjög iítið um það, hvernig háttað hefur verið verulegum hluta evrópskra bókmennta á því skeiði, sem til var tekið, einkum á síðari hluta þess, og í hvaða átt sterkir straumar í heimspeki hafa hneigzt, veit næsta fátt um uppistöðuþræði þeirrar þróunar í hugsun, sem reyndar verða raktir allt aftur til miðalda, sem liggja um frönsku „upplýsinguna“ og byltinguna fram til ríkjandi heim- speki og lífsskoðunar menntamanna á 19. öld og sköpuðu m. a. grundvöll marxismans, sérstaklega að því er snertir viðhorf hans til trúmála, lögðu til efniviðinn í nazismann, — þróunar, sem fyrst á þessari öld fer gagngert að móta hið almenna, menningar- lega andrúmsloft og fæða af sér eðlisborin afkvæmi í stórum stíb Þegar þetta hefur verið sagt, er rétt að taka dálítið til athug- unar, hvort það sé á rökum byggt, að kristindómurinn hafi litlu eða engu áorkað um raunverulegar siðbætur og mannlífsumbætur meðal þeirra þjóða, sem hann hefur haft nokkra aðstöðu til að hafa áhrif á. Það er ef til vill ekki gagnlegast að taka það mál upp á þann veg að líta yfir sögu þeirra þjóða og svipast um eftir því, hvað þær hafi þegið af þeirri trú, sem þeim hefur verið boðuð. Því að alltaf má svara því til, að þau verðmæti, sem á væri bent, kynnu þær að hafa tileinkað sér hvort eð var og enginn getur sagt, hvernig farið hefði, ef það hefði ekki orðið, sem varð. Það er þess vegna eðlilegra að líta til þeirra mannfélaga, sem ekki hafa orðið fyrir neinum kristnum áhrifum í aldanna rás, fyrr en þá á alira síðustu tímum.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.