Víðförli - 01.05.1951, Side 58

Víðförli - 01.05.1951, Side 58
56 VÍÐFÖKLI Það myndi seint taka enda að kafa eftir viðundrum ofan í botn- leysu þessarar ,,guðfræði.“ En þess verður enn að geta, að lil þess að það sé alveg tryggt, að öll guðsvitund og siðavitund gufi upp í huglægar og afstæðar skoðanir, sem verða eins margvíslegar og sinnið og skinnið er margt, verður höf. auðvitað að slá því föstu, að guðsvitund sé ekki fólgin í „neinni ytri opinberun.“ Það er að sjálfsögðu ekki hægt að komast svona út í hafsauga með kristin- dóminn án þess að afneita grundvellinum, sem hann byggist all- ur á, opinberuninni í Kristi. Þar hefur kristin trú sína viðmiðun um hið fagra, sanna og góða. Og þar hefur hún sína þekkingu á Guði, (Jóh. 1,18). Þar er mælikvarði á það, hvaða vitund er góð, hvaða þrá er æðst. Hvað 'svo sem á milli hefur borið þá hafa guðfræðingar hingað til flestir verið á einu máli um það, að eng- inn vegur væri að hugsa nokkra „nýtilega hugsun“ í guð- fræði án þeSfS að miða við ytri opinberun. Þá er að líta nánar á kenningu sr. Benjamíns um uppruna syndarinnar. Skilningur hans á eðli hennar, sem þegar hefur ver- ið rakinn,.gefur hugboð um. að hugmynd hans um uppruna henn- ar muni vera að einhverju leyti nýstárleg. 1 þessu atriði varð hann að lokum svo afkróaður, að hann komst ekki hjá því að gera umbúðalaust grein fyrir skilningi sínum og þá jafnframt á því, hvernig háttað sé sambandinu milli hins illa og gæzku Skaparans. Svarið hafði ég reyndar séð fyrir. Og sjá, hér er það: „Guð hefur ekki aðeins skapað menn, heldur einnig ljón og tígrisdýr, krókódíla og kyrkislöngur, eiturj)öddur og hanvænar sóttkveikjur .. . Ekki mun sr. Sigurbjörn reyna að koma ábyrgð á hendur (!) þeim fyrir meðfætt eðli og lífsvenjur.“ „Setjum svo. að Guði hafi bara þóknazt að skapa okkur nákvæmlega eins og við erum, eins og hann skapaði aðrar ófullkomnar verur.“ „Það er al- kunnugt, að mismunurinn á manni og dýri er ekki ýkja mikill þar, sem hinn andlegi þroski stendur lægst.“ Þessar setningar um „dýpsta og sannasta eðli“ mannsins þurfa

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.