Víðförli - 01.05.1951, Side 54

Víðförli - 01.05.1951, Side 54
VÍÐFÖRLl 52 öfgarnar eru miskunnarlausari í reyndinni. Og svo mikið er víst. að skipbrotsmenn, sem stýrt hafa eftir sjókortum þeirra manna, sem ganga fram í því að brjála boðorðum og telja þau grýlur einar, eiga löngum lítið til kennifeðranna að sækja, þegar illa er komið. Víðar hefur sr. Benjamín þurft við að koma í skrifum sínum, eins og aðrir góðklerkar, að því er talshálturinn hermir. Mun mönnum varla þykja líklegt, að hann hafi unnið kostulegri afrek á öðrum sviðum en þessu, sem nú var rætt. En langt er frá þvi, að hátindur vísdómsins blasi enn allur við. Þetta var aðeins einn flöturinn á píramídatoppi guðfræðinnar, sem sr. Benjamín tók sér fyrir hendur að hlaða. Lítum nú á þann næsta. Þar blasir m. a. við niðurstaða hins leiðrétta kristindóms um manneðlið. Ég lagði út í að reyna að koma sr. Benjamín í einhvern skiln- ing um guðfræðilegt hugtak, sem honum er munntamt, sýnilega fyrst og fremst vegna þess, að honum finnst það láta illa í eyr- um og telur það búa yfir miklum krafti til þess að sannfæra inenn um óhrjáleik kristinna kenninga. Hefur hann haldið því fram, að krislin kenning um syndaspillingu mannsins feli í sér, að maður- inn sé gereyðilagður, algerlega vondur. Ég hef sýnt fram á, að þetta er bláber heilaspuni og studdist um það m. a. við heimild- ir, sem hann hafði mjög á orði. Hafði ég svo mikið við, að ég vitnaði til einnar slíkrar heimildar á frummáli, latínu, en hann hafði næsta óvendilega vikið að þeirri heimild. En tilvísanir í frum-texta 'heimilda eru algerlega óhafandi að dómi þessa lær- dómsmanns. Sá dómur getur auðvitað ekki hnekkt þeirri staðreynd, að umrædd tilvitnun tekur af skarið um það, að sr. Benjamín hef- ur farið með endileysu. Það er sjálfsagt erfitt að kyngja þessu og þá kemur til hjálpar ónafngreindur heimspékingur, sem álítur, að hugtök Aristóteless hafi ekki verið sem heppilegust alltaf. Það er víst mikið frum- legur maður, nema það verði að skrifast á reikning sr. Benjamíns

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.