Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 63

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 63
NIÐUR í BRÁÐAN BREIÐAFJÖRÐ 61 ei við efni. rýkur alltaf út í aðra sálma, oftast miður guðrækilega, allsendis út í hött. Þannig fór hér, þar sem Kant og manneðlið var til umræðu. ,,Innlegg“ Kants í það mál er einkum í ritinu „Die Religion inner- halb der Grenzen der blossen Vernunft“. Þar segir hann, að í manninum sé „náttúrleg hneigð til ills.“ Rætur þess verði ekki raktar til líkamslífsins og þeirra eðlilegu hvata, sem þaðan spretta. Þetta illa er „róttækt“ (radical). það er „rangstefna hjart- ans“ (Verkehrtheit des Herzens), sem ekki er hægt að gera sér neina grein fyrir öðruvísi en sem falli, fráfalli frá upprunalegri ákvörðun. Uppruni þessarar hneigðar til ills er skynseminni órann- sakanlegur. „Vér getum ekki fundið neinar skiljanlegar skýring- ar á því, hvaðan hið siðferðilega illa hefur fyrst getað komizt í oss“ (fiir uns ist kein begreiflicher Grund da, woher das moral- ische Böse in uns zuerst gekommen sein könne“ bls. 45, Recl.). Þetta eru skoðanir spekingsins á því máli, sem um var að ræða. Þarf ekki að útlista þær nánar til þess að það verði ljóst, að fyrir- litning sr. Benjamíns á mér fyrir „volaðar og bágbornar skýring- ar“ bitnar engu síður á Kant og verður slík busaframhleypni engu ásjálegri í augum hugsandi manna þótt rokið sé til og eitthvað hrifsað upp úr ritum Kants, sem ekki kemur þessu máli vitund við. Ekki verða viðskiptin við Platon frækilegri og var það varla von. Þar benti ég honum á ákveðið rit, Faidros, tiltölulega að- gengilegt, en auðvitað varast hann að koma í námunda við það rit. Þar líkir Platon sálinni í fortilveru hennar við vagn með vængj- uðum hestum fyrir. Annar hesturinn er góður og göfugur. hinn illur. Sálin fer um geiminn í fylgd guðanna og leitast við að skoða með þeim það, sem er ofan himinhvelfingarinnar, hina sönnu veran. En margir truflast og megna ekki að sveifla sér upp á við, heldur falla og glata vængjunum. Þannig erum við hingað komnir og þannig gerðir, sem við erum. Hvað segir nú Platon hér? Við áttum einu sinni vængina en höfum glatað þeim. Við vor- um einu sinni í nánd guðanna en höfum hrapað. Þetta er grund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.