Víðförli - 01.05.1951, Side 57
NIÐUR í BRÁÐAN BREIÐAFJÖRÐ
55
og rongu. ÞaS, sem er dyggð hér, er löstur þar. Og það kemur í
ljós, að mestu hermdar- og óhappaverkin hafa einmitt verið fram-
in samkvæmt „betri vitund“, án þess menn hafi haft á tilfinning-
unni, að þeir væru að fremja illan eða rangan verknað.
Þessi „athugun“ leiðir sem sé ótvírætt til þeirrar niðurstöðu, að
,.eðli syndarinnar“ sé það að vera ekki til.
Það er rétt að minna á það, að höf. segir í öðru sambandi, að
„frelsunin eða réttara sagt endurfæðingin“ sé „sú umsköpun sál-
arinnar, sem fram fer, þegar maðurinn tekur að lifa samkvæmt
æðstu þrám sínum og skilningi á hinu fagra, sanna og góða. Engin
önnur frelsun hefur neina þýðingu eða tilveru nema í ímynd-
uninni.“
Þá er ekki að efast um, að Kaifas hafi verið „frelsaður“ og „end-
urfæddur“. Hann mun hafa lifað samkvæmt sínurn skilningi á
hinu fagra, sanna og góða. Hitt er tóm ímyndun, að ræninginn á
krossinum liafi hjálpast, nema þá að hann hafi á stigamannsferli
sínum lifað samkvæmt sínum skilningi á því fagra, sanna og
góða. Þá hefur hann verið frelsaður alla tíð, og hinn ræninginn
sjálfsagt líka. En orðaskiptin á krossinum hafa enga „þýðingu
eða tilveru nema í ímynduninni.“
Þessar dýru kenningar eru í kafla, sem ber yfirskriftina: Upp-
runi guðsvitundarinnar. Enga úrlausn fær maður reyndar heldur
hér á þeirri spurningu, sem hin glæsilega fyrirsögn felur í sér.
En guðsvitund, segir höf., er „fólgin í því, að einstaklingurinn
öðlist vitund um hið dýpsta og sannasta eðli sitt.“ „Hina einu
raunverulegu þekkingu á Guði öðlast menn fyrir þekkingu isína
á sínum æðstu þrám.“
Eg kem bráðum að því, hvert sr. Benjamín telur vera „dýpsta
og sannasta eðli“ mannsins, sem samkvæmt þessum orðum er sú
skuggsjá, sem speglar Guð. En hér vil ég aðeins varpa þeirri spurn-
ingu fram, hvort hið dýpsta og sannasta eðli og hin æðsta þrá muni
ekki vera eitthvað nálæg hinni betri vitund. Og nú hefur sr. Benja-
mín sjálfur veitt ágætar upplýsingar um það, hversu hin betri
vitund er örugg til leiðsagnar. Hvað skyldi svo verða um hina
„einu raunverulegu þekkingu á Guði?“