Víðförli - 01.05.1951, Page 5
SKÍRN — UNGBARNASKÍRN
o
jarðlífsdögum hans. En hann gekkst sjálfur undir skírn Jóhann-
esar og Oscar Cullmann hefur sýnt fram á hið lifandi og grund-
vallandi samband í vitund hans milli þeirrar vígslu, sem hann þá
hlýtur, og þess skilnings á gildi dauða síns, sem með honum bjó.
I annan stað lætur Jóhannesarguðspjall vitneskju í té um það, að
lærisveinar hans hafi skírt á starfstíma hans — vitanlega þá að
fyrirlagi hans og hefur sú skírn að sönnu aðeins verið fyrir-
myndan þess, sem koma skyldi, hún hefur verið hliðstæð skírn
Jóhannesar, þar sem skírn gat ekki grundvallast á verki Krists fyrr
en það var fullnað.
Staða skírnarinnar í Nýja testamentinu er blátt áfram óskiljan-
leg, ef ekki er gengið út frá því, að' fyrir hafi legið óvggjandi vissa
um. að hún hyggðist á vilja og boði Drottins. Samanber greind
ummæli Péturs, þegar hann kom fyrst fram í nafni hins upprisna.
Svo sjálfkrafa, hiklauist og ótvírætt er svar hans, að það hlýtur að
hafa verið undirbúið, djörfung hans verður ekki skýrð með öðru
móti en afdráttarlausri vissu um, að hér tali hann fyrir hönd
Jesú og í hans orðastað.
Nýja testamentið notar margar myndir og líkingar til þess að
tákna það, sem í skírninni felst. hvernig hún er dyrnar inn í þá
nýju tilveru, sem koma og sigur Messíasar skóp. htún er hliðstæð
örkinni forðum (1. Pét. 3,20) eða hinni undursamlegu björgun
yfir Rauðahafið (1. Kor. 10), hún er laug endurfæðingar og end-
urnýungar heilags Anda, sem miskunn Guðs hefur gefið til stað-
festingar á því, sem hann hefur framkvæmt í Jesú Kristi (Tit. 3,5).
Nýlt mannkyn er að verða til, skapað í hinum nýja Adam, hinni
nýju, sönnu guðsmynd á jörð. Þeir, sem skírast til Krists, íklæðast
Kristi, (Gal. 3,27). Þeir eru greftraðir með hinum krossfesta og
upprisnir með hinum upprisna. samgrónir honum. eins og fallið
lim væri tekið og gróðursett á lifandi stofni. Líkami syndarinnar
er að engu gjör, líf upprisunnar er þeirra líf, svo framarlega sem
þeir gera að sinni eign það, sem þeim var gefið í skírninni.
Þannig útlistar Páll í 6. kap. Rómverjabréfsins, og áminning
hans til skírðra lesenda sinna er iþá líka fólgin í því einu að
benda þeim blátt áfram á. hvílík fjarstæða það væri, ef sá, sem