Víðförli - 01.05.1951, Side 16
11
VÍÐFÖRLI
arlíf einstaklingsins að hafa þegið skírn á vöxnum aldri og vit-
andi vits. Það isé a.m.k. dýrmæt minning og styrkur fyrir hið góða
áform að lifa Guði.
Eitthvað getur verið til í þessu, en mun þó bregða til beggja
vona eftir upplagi og gerð og ýmsum aðstæðum. Geðblær vissrar
stundar, sem maður lifir í eitt skipti fyrir öll, er næsta ótrvggur
grundvöllur, harla valt að treysta því, hvernig manni kann að
vera innanbrjósts á slíkri stundu, hættan óneitanlega nokkur, eins
og ég hygg að reynslan sýni, að menn reyni að skrúfa sig upp í
kenndir, sem ekki eru eins „ekta‘‘ og varanlegar sem skyldi. Kirkj-
an hefur aðrar athafnir, sem eðli sínu samkvæmt eru til þess
kjörnar að styrkja manninn á einum áfanga til annars, að vekja
manninn og staðfesla í hetrunaráformi og styðja hann á helgunar-
braut. Þar er kvöldmáltíðin, „sakramenti endurnýjunarinnar“
(sacramentum renovationis) og einkalskriftirnar.
Ég fæ ekki komið auga á neitt, sem geti verið dýrmætara fvrir
þann mann, sem nemur köllun Guðs og vaknar til umhugsunar
um eilífðarörlög sín en að vita þetta, að Guð hefur leitað hans,
Guð hefur vitjað hans, Guð hefur fundið hann. Pascal fannst hann
hafa glatað Guði og ekki getað fundið hann. Það birti vfir í
sálu hans, þegar honum fannst Guð segja við sig: Þú myndir
ekki leita mín, ef ég hefði ekki þegar fundið þig. Og gæti ekki
hver og einn farið í eigin harm um þetta. Minningar vorar um af-
stöðuna til Guðs, um það, sem vér höfum áformað, þau skref.
sem vér höfum stigið, eru þær minningar svo sérslaklega fagnað-
arríkar, þegar vel er að hugað? Ég hef ekki í huga meðvitaða af-
neitun eða fráfall, ef einhverjir eiga slíks að minnast, heldur þær
stundir eða skeið ævinnar, þegar vér vildum vera hans. En á bak
við allar minningar. á undan öllum víxlsporum og fráhvarfi, á
undan öllum brigðum við Guð, hvort sem var í höfnun hans eða
hálfri játningu, er þetta, sem hann gerði í upphafi — hann vígði
mig til 'Samfélags við sig, tímanlegs og eilífs, gaf mér sjálfan sig.
eins og hann gaf mér lífið sjálft, án þess að láta það hindra sig.
þótt ég kynni að traðka þessa gjöf. Hann kallaði mig lil fullrar.