Víðförli - 01.05.1951, Side 39

Víðförli - 01.05.1951, Side 39
HEFUR KRISTINDÓMURINN GERT GAGN ? 37 Hér er ekki kostur víðtæks umhorfs. Örfáar ábendingar verða að nægja. Eitt mesta menningarland utan hins kristna áhrifasvæðis er efalaust Indland. Þar hefur margt merkilegt verið hugsað og skráð. Ekkert bendir til þess, að það fólk, sem það land hefúr byggt, sé lakar gert í neinu tilliti en frændþjóðir þess hér í Ev- rópu,1 hvorki að mannkostum né vitsmunum, og menning og ytri siðfágun mun ekki hafa verið skemmra komin þar í landi við upphaf vors tímatals en vestur hér í álfu þar sem lengst var komið. Fremur mun það á hinn veginn. Eitt dæmi mætti nægja til þess að bregða ljósi yfir það, hvers þau mannfélög hafa farið á mis, sem ekki hafa, svo teljandi sé, notið kristinna áhrifa. Menn kannast almennt við stéttaskiptinguna indversku. Hún hefur til þessa verið grundvallaratriði í indverskum átrúnaði og félagsskipan. Hvernig kemur stéttaskiptingin fram í reynd? Þú ert staddur í indverskum bæ. Allt í einu verður uppnám á götunni. Felmtsfullar konur leggja á flótta inn um fyrstu dyr, börnin leita sér afdreps, fullorðnir karlmenti þrýsta sér upp að húsveggjunum eins fast og þeir geta. Orsök uppnámsins er í sjálfu sér ekki stórvægileg: Tveir drátt- arhestar hafa fælzt og koma á æðispretti neðan götuna með hlað- inn vagn aftan í sér. Gatan er þröng, engin gangstétt, vagninn fyllir nálega út í hana til beggja hliða. Á einum stað sérðu indverskan yfirstéttarmann. Hann hefur leitað skjóls upp við húsvegginn eins og aðrir. Beint fyrir framan hann á miðri götunni er þriggja ára drenghnokki að leika sér. Hann hefur ekki hugmynd um, að nein hætta sé í nánd, hann er niðursokkinn í leik sinn, atfevli fullorðna fólksins kemur honum ékkert við og hann lætur sig engu skipta, þótt hann heyri skrít- inn undirgang nálgast. Og reyndar er hann ekki stærri né dug- 1) Indo-iranskar þjóðir brutust inn í Indland og tóku þar bólfestu ura svipað leyti og þjóðir af sama kynflokki settust í.ð í Grikklandi.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.