Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 20

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 20
18 VÍÐFÖKLl Á þessu ári hyggst gríska kirkjan að minnast með hátíðlegum hætti, að 19 aldir eru liðnar síðan Páll postuli kom til landsins. Með vissu veit enginn, hvaða ár það var, sem Páll sá í sýn um nótt makadónskan mann, er sagði: Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss (Post. 16,9). Því hefur þótt mega til sanns vegar færa að fresta hátíðahöldunum, sem ráðgerð voru í fyrra, til þessa árs. Þetta á að verða „anno santo,“ heilagt ár, „rétttrúaðra,“ hin liell- enska kristni á að bera anda sínum vitni í augsýn umheimsins. Vitjað verður borganna, sem Páll dvaldist í, Filippi (Kavalla), Saloniki, Bereu, Korintu, en hámark hátíðarinnar verður á Péturs messu og Páls, 29. júní. Þá eiga allir boðsgestir og mannfjöldinn að safnast saman við óásjálegt klapparholt við rætur Akropolis, Aresarhæð, þar sem Páll flutti hina frægu ræðu sína (Post. 17.22- 31). Tímar liðu og kirkjan efldist. Grísk menning var eftir daga Konstantins mikla í nánum tengslum við „Borgina“, þ. e. Konstani- nopel. Enn í dag merkir „Borgin“ í rnunni Grikkja Istanbul nafnið þýðir „til Borgarinnar“, eis ten polin. Grikkland var lengi, ásamt höfuðborg bysantiskrar menningar, aðili að hinni blómlegu menningu hins forna aust-rómverska ríkis, en sú menning var fremri menningu Vesturlanda á þeirri tíð og náði miklum blóma á miðöldum, já, komst hæst á 14. öld. Því miður erum vér Vestur- landabúar næsta ófróðir um þessa menningu. Grikkir nútímans hafa ekki einu sinni megnað að kanna auðlegð hennar. Þegar Konstantinopel var fallin x hendur Tyrkjum, bárust áhrif þessarar menningar vestur á bóginn og urðu með öðru orsök end- urvakningarinnar (renessans-tímans). Valdatími Tyrkja var kirkjunni erfiður. Patriarkinn (yfirbisk- upinn) í Konstantinopel hlaut að vísu sum embættisstörf keisar- ans og varð leiðtogi þjóðarinnar, bæði í andlegum og veraldlegum málum. En eigi að síður varð kirkjan tíðum fyrir hörðum ofsókn- um. Kirkjum var lokað, messur bannaðar, reynt að útrýma sjálfri tungunni og frá hinum nýbyggðu turnspírum hljómuðu arabísku bænaköllin. Á þessu langa tímabili voru það prestarnir og einkum klaustrin og leynilegir skólar þeirra, sem héldu lífinu í grískri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.