Víðförli - 01.05.1951, Side 30
VÍÐFÖRU
2c>
varðandi spurningu: Oss er ljóst, að trúarjátningarnar í heild hafa
bindandi gildi. En erum vér skuldbundnir öllum einstökum atrið-
um þeirra? Erum vér bundnir við orðalag þeirra og rökleiðslu.
I játningunum eru ummæli,- sem eru tekin beint úr Heilagri
RitningUy hjálpræðisstaðreyndirnar, sem snúast um persónu og
kenningu Frelsarans og öll hin spámannlega og postullega kenn-
ing um hjálpræðisveginn. Allt þetta hef ég einu sinni nefnt immo-
bilia eða hið eilífgilda. Og afstaða vor til þessa er að sjálfsögðu
söm og til Ritningarinnar sjálfrar. En í játningunum er auk þessa
margt, sem útlistar þetta nánar. Villukenningar eru hraktar, vanda-
mál, sem komu fram á siðbótartímanum, eru rakin, dagskrármál,
sem þá voru á baugi, eru rædd, öll guðfræðileg vandamál eru
reifuð á vísindamáli þeirra tíma. Allt þetta hef ég nefnt mobilia
eða hið tíma'bundna og á þar við 'hina nánari reifun þeirra atriða.
sem felast í immobilia. Skýr aðgreining verður ekki gerð á immo-
bilia og mobilia en eðlismunurinn ætti að vera ljós. Efni postul-
legu trúarjátningarinnar er t. d. eingöngu immobilia, en hins veg-
ar er mobilia mjög áberandi í Einingarreglunni. Mobilia er ekki
sama og variabilia, þ. e. breytilegt. Það, sem kirkjunnar menn
hafa leitazt við að kenna kirkjunni í Aþanasiusar-játningunni og
Einingarreglunni, skal meðhöndla með lotningu.
Vér getum ekki á 20. öld látið oss nægja að endurtaka orð Ein-
ingarbókarinnar. Oss ber að sjálfsögðu að halda hinu eilífgilda
fram af sama alhug og feður vorir í trúnni, en játninga-skuld-
binding felur ekki í sér orðrétta endurtekningu hins tímabundna.
Þar ber oss þvert á móti að leggja nýtt til mála út frá nærfærnu
tilliti til einstaklingsins og til tímanlegra og andlegra viðhorfa
samtímans, þó þannig, að vér höldum þeirri stefnu, sem feðurnir
hafa markað.
Reynt hefur verið að semja sameiginlegar játningar fyrir refor-
meraðar og lútherskar kirkjur. Einkum hafði Barmen-yfirlýsingin
mikla þýðingu, eins og þá var ástatt í Þýzkalandi. En hún kom
einmitt hvergi nærri þeim grundvallandi meginatriðum, sem
skipta leiðum milli þessara tveggja kirkjudeilda. En þótt þessar
tvær kirkjudeildir verði ekki bræddar saman í eina. útilokar það