Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 33

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 33
HIMNAFÖR MARÍU 31 í sama fréttablaði er getið ummæla Gerhards May, lúthersks biskups í Austurríki, í bréfi, sem lesið var á siðbótardaginn (31. okt.) af öllum prédikunarstólum lúthersku kirkjunnar þar í landi. Þar segir svo: „Lúther og siðbótin hefur innrætt oss helgi fyrsta boðorðsins: „Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa en mig.“ En það sem gerist í Róm þessa daga virðist oss brjóta í bág við þetta boðorð. Páfinn lýsir yfir með miklum íburði og serimoní- um himnaför Maríu meyjar, þ. e. að hún hafi stigið líkamlega upp til himins. Vér lútherskir menn heiðrum einnig Maríu meyju, sem var móðir Frelsara vors og meðtók þannig Guðs náð í æðra mæli en nokkur önnur kona og vér lítum á hana sem fyrirmynd í auðmýkt og trú. En heilög Ritning játar að ekki sé „hjálpræði í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“ (Post. 4, 12). Þetta er sagt um Jesúm Krist einan og ekki Maríu meyju. Þess vegna verðum vér að segja ótvírætt og án þess að um sé að villast, að það, sem nú er að gerast í rómversku kirkjunni sé gagnstætt sannleika fagnaðarerindisins. Rómverska kirkjan er að gera Maríu meyju að hliðstæðu Krists í endurlausnarverkinu. Hún tvískiptir þeirri náð Guðs, sem er í Kristi. Hún setur menn í þann sess, sem Guði einum ber, tileinkar mönnum óskeikulleik og mátt til sálu- hjálpar og krefst að vér trúum á skoðanir, sem Ritningin minnist ekki á. Með þessu er rómverska kirkjan að hverfa af grundvelli kristinnar trúar. Vér lútherskir menn heyrum þetta með blygðun og sorg. Á þess- um tímum, þegar allir kristnir menn ættu að nálgast hverir aðra, er páfinn að gera bilið dýpra en nokkru sinni, sem skilur róm- versk-kaþólsku kirkjuna og aðrar kristnar kirkjur. Sakir sannleika Biblíunnar og sakir hlýðni vorrar við hann, verðum vér að svara þessu skorinort neitandi.“ Erkibiskupar ensku kirkjunnar hafa og mótmælt þessu tiltæki páfans með svipuðum rökstuðningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.