Víðförli - 01.05.1951, Side 40

Víðförli - 01.05.1951, Side 40
38 VÍÐFÖRLI legri en svo, að hann gæti ekki af sjálfsdáðum forðað sér. úr þvi sem komið er. Yfirstéttarmaðurinn horfir á drenginn og veit mætavel, hvað í húfi er og að það væri ekki andartaksverk að kippa honum upp af götunni. En yfirstéttarmaðurinn gerir það ekki, hreyfir ekki legg eða lið drengnum til bjargar. Vegna hvers ekki? Er hann fantur eða fáráðlingur? Nei, langt frá því. Hann gerir ekkert blátt áfram vegna þess, að hann má það ekki, sannfæring hans, trúin, sem hann játar, bannar honum það. Drengurinn tilheyrir óæðri stétt. Á sömu stundu sem yfir- stéttarmaðurinn snerti hann, myndi hann verða óhreinn í augum guðanna, farnast verr eftir dauðann, verða torveldara að öðlast sælu í öðrum heimi. Það verður því að fara, sem fara vill um drenginn, hann getur ekki skipt sér af því. Og ef drengurinn slas- ast, bíður bana eða verður örkumla ævilangt, þá er það reyndar, samkvæmt indverskri skoðun, óhjákvæmileg örlög, afleiðing af breytni drengsins í fyrri tilveru. Barnafórnir voru tíðar á Indlandi, einkum á hinum stóru hátíð- um við fljótið helga, Ganges. Þegar þessi viðbjóður var loks bann- aður með lögum, þá var það fyrst og fremst að þakka langvinnri og þrautseigri haráttu kristniboðans William Carey. Annað vil ég drepa á af miklu, sem hér væri af að taka. John R. Mott, Nobels-verðlaunamaður heimskunnur, sem þekk- ir ef til vill betur en nokkur annar maður á þessari öld hin ýmsu trúarhrögð heimsins og raunveruleg áhrif þeirra, segir í sambandi við niðurstöður sínar eftir ýtarlega rannsókn, og ferðalög um allan heim: „Merkasta félagshreyfing samtíðarinnar er vakning konunnar. Breytingin, sem orðið hefur á félagslegri aðstöðu kon- unnar víðsvegar síðustu þrjátíu árin er meiri en öldum saman áður. íhugunarverðasta staðreyndin í þessu sambandi er sú, að það er aðeins einn af trúarbragðahöfundum mannkynsins, sem konan á nokkuð að þakka í þessu tilliti.“ Þessi ummæli mætti staðfesta með mörgum vitnisburðurn. Hér er emn:

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.