Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 6
4
VÍÐFÖRLl
slíkt hefur þegið, gæti síðan lifað eins og ekkert hefði gerzt: Vér,
sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni?
Skírnarskilningur Nýja testamentisinis grundvallast á heildarvit-
und þess um þau aldahvörf, sem orðin séu með komu og sigri
Guðs sonar. Hið gamla er orðið að engu, allt er orðið nýtt. Syndin
hefur hlotið dóm sinn, beðið fullnaðarósigur, hinn gamli heimur.
hin gamla heimsöld (aión houtos), lifir nú aðeins sem skuggi af
sjálfri sér, dæmd til að hverfa að fullu, þegar hin leyndi sigur
krossins og upprisunnar birtist þannig, að hvert kné verði að
heygja sig og sérhver tunga verSi að taka undir með kirkjunni og
játa: Kyrios Jesous, Jesús er Drottinn. (Fil. 2,10n). Eða svo tekin
sé önnur líking: Heimurinn, sjúkur af synd, að fram kominn
dauða, hefur öðlast aðgerð, sem felur í sér batann, „krisis“ sótt-
arinnar er afstaðin, h'kaminn er ekki heill. en hann er í afturbata,
öfl lífsins, Guðs lífs, eru ómótstæðilega að verki í honum, öfl
dauðans á flótta, skæð að vísu enn, jafnvel skæðari í dauðateygj-
unum en nokkru sinni áður, en tignir og völd vonskunnar hafa
verið flett vopnum og leidd opinberlega fram til háðungar, Guð
hefur isigri að hrósa í Kristi (Kol. 2,15). Og vér, einstaklingarnir,
eins og frumur í hinum sjúka líkama, sjálfir smækkuð mynd hans.
vér eigum þess kost að ganga batanum á hönd, blessuninni. líf-
inu.
ÞaS er þetta, sem gerist í skírninni. I skírninni mætir einstak-
lingurinn þeirri máttugu hendi, sem kyrkti dauðann í greip sinni.
í skírninni mætir hann þeirri rödd, sem sagði sitt „fullkomnað“
yfir syndinni, og máttarhöndin merkir hann þessum sigri, röddin
segir við hann: Þetta var gert fyrir þig, þetta er þitt, þú skalt
laiknast, þú skalt lifa, þú skalt sigra, þú skalt tilheyra lífinu ei-
lífa, hinum nýja heimi, guðsríkinu, svo sannarlega sem Drottinn
Jesús hefur íklæðst þínu holdi, liðið og sigrað í því, — vegna þess
að hann elskaði einnig þig og lagði sjálfan sig í sölurnar. fyrir
þig-
Þessi dýri veruleiki fólst í einföldu formi skírnarathafnarinnar.
NiSurdýfing hefur efalaust verið höfuðform frumkristninnar,
eins og nafnið, bajitismos, bendir til. Ádreifing hefur hinsvegar