Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 6

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 6
4 VÍÐFÖRLl slíkt hefur þegið, gæti síðan lifað eins og ekkert hefði gerzt: Vér, sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni? Skírnarskilningur Nýja testamentisinis grundvallast á heildarvit- und þess um þau aldahvörf, sem orðin séu með komu og sigri Guðs sonar. Hið gamla er orðið að engu, allt er orðið nýtt. Syndin hefur hlotið dóm sinn, beðið fullnaðarósigur, hinn gamli heimur. hin gamla heimsöld (aión houtos), lifir nú aðeins sem skuggi af sjálfri sér, dæmd til að hverfa að fullu, þegar hin leyndi sigur krossins og upprisunnar birtist þannig, að hvert kné verði að heygja sig og sérhver tunga verSi að taka undir með kirkjunni og játa: Kyrios Jesous, Jesús er Drottinn. (Fil. 2,10n). Eða svo tekin sé önnur líking: Heimurinn, sjúkur af synd, að fram kominn dauða, hefur öðlast aðgerð, sem felur í sér batann, „krisis“ sótt- arinnar er afstaðin, h'kaminn er ekki heill. en hann er í afturbata, öfl lífsins, Guðs lífs, eru ómótstæðilega að verki í honum, öfl dauðans á flótta, skæð að vísu enn, jafnvel skæðari í dauðateygj- unum en nokkru sinni áður, en tignir og völd vonskunnar hafa verið flett vopnum og leidd opinberlega fram til háðungar, Guð hefur isigri að hrósa í Kristi (Kol. 2,15). Og vér, einstaklingarnir, eins og frumur í hinum sjúka líkama, sjálfir smækkuð mynd hans. vér eigum þess kost að ganga batanum á hönd, blessuninni. líf- inu. ÞaS er þetta, sem gerist í skírninni. I skírninni mætir einstak- lingurinn þeirri máttugu hendi, sem kyrkti dauðann í greip sinni. í skírninni mætir hann þeirri rödd, sem sagði sitt „fullkomnað“ yfir syndinni, og máttarhöndin merkir hann þessum sigri, röddin segir við hann: Þetta var gert fyrir þig, þetta er þitt, þú skalt laiknast, þú skalt lifa, þú skalt sigra, þú skalt tilheyra lífinu ei- lífa, hinum nýja heimi, guðsríkinu, svo sannarlega sem Drottinn Jesús hefur íklæðst þínu holdi, liðið og sigrað í því, — vegna þess að hann elskaði einnig þig og lagði sjálfan sig í sölurnar. fyrir þig- Þessi dýri veruleiki fólst í einföldu formi skírnarathafnarinnar. NiSurdýfing hefur efalaust verið höfuðform frumkristninnar, eins og nafnið, bajitismos, bendir til. Ádreifing hefur hinsvegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.