Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 10
8
VÍÐFÖRLl
dýrmæta er þetta, að GuS játast manninum, það er grundvöllur-
inn, ekki hitt, að maðurinn játast Guði. Það er þetta, sem skilur
endurskírendur og Nýja testamentið og þetta er meginatriðið í
sambandi við barnaskírnina. „Trú mín skapar ekki skírnina, held-
ur þiggur skírnina.“ „Skírnin grundvallast ekki á trúnni, heldur
trúin á skírninni“ (Lúther). Munurinn er sá, að annars vegar
byggist allt á afstöðu mannsins, hinsvegar allt á afstöðu Guðs. En
hver getur byggt hjálp sína í lífi og dauða á því, að hann hafi
gengið Guði á hönd sem hans barn — hver var heill í því, hvað
er 'það í vilja mínum og kenndum, sem ég get ekki efast um? A
hinu er hægt að byggja, að Guð gekk til samfélags við mig sem
faðir og frelsari. Guð hefur játast mér. Um hann get ég ekki ef-
ast. Hann var heill. Það var engin stundarstemning, engin augna-
blikshneigð klofins og tvíátta vilja. Hans ákvörðun haggast ekki.
Guðs styrki grundvöllur stendur. Á iþessu er hægt að byggja, því
fremur, hafi Guð játast mér algerlega að fyrra bragði, hafi hann
kannast við mig, áður en ég kunni að nefna hans nafn, áður en
ég hafði meðvitund um sjálfan mig, hafi hann svarað áður en ég
kaliaði (Jes. 65,24), gefið áður en ég kunni að biðja, hafi hann
tekið mig ómálga og óvitandi að sér sem sitt barn í heilagri skírn
og gjört mig að erfingja eilífs lífs — svo aftur sé vitnað í gömlu
fermingaLbænina.
Og hér er þá komið að öðrum þætti þessa máls, barnaskírninni.
Það er ekki ófýrirsynju, að það mál sé lekið til umræðu og
yfirvegunar, eins og sakir standa. Evangelísk-lúthersk kirkja á
áreiðanlega það verk í vændum að gera sér glöggvari grein fyrir
réttmæti og þýðingu ungbarnaskírnar. Skírendum, einkum hvíta-
sunnumönnum, vex hér fiskur uni hrygg allverulega, og hvað sem
öllu öðru líður, þá getur skírnarkennipg þeirra og skírnarháttur
þjóðkirkjunnar með engu móti samrímst. Enda leggja þeir mikla
áherzlu á þetta atriði og allur þorri manna hefur fáu til að svara.
hinar biblíulegu röksemdir koma flatt upp á flesta, því að fæstir
hafa neitt um málið hugsað eða neitt um það fræðst síðan um