Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 56
54
VÍÐFÖRLI
hefur opinberað. Þegar þessi skilmerkilega „skýrgreining“ er
fengin, liggur næst fyrir að spyrja: „Hvernig er þessi betri vit-
und fengin?“ Maður les blaðsíðuna með áfergju og þá næstu, en
aldrei kemur svarið. Nema niðurlagsorð kaflans eigi að skoðast
sem svar við þessari spaklegu spurningu, en þar segir, að Guð
muni vera glöggsýnni og umburðarlyndari en sr. Sigurbiörn —
merkileg, theologisk niðurstaða út af fyrir sig en samband henn-
ar við uppruna hinnar betri vitundar er dálítið torskilið.
Hverfum aftur að „skýrgreiningunni.“ Eftir henni sýnist það
verða nokkurt vafamál, að t. d. Stóridómur og annað hliðstætt, hafi
verið syndsamlegt atferli. Ef sr. Benjamín hefur verið búinn að
átta sig á þessum vísdómi þegar hann'var að auglýsa sinn and-
lega þroska með því að fordæma slíkt, hlýtur liann að hafa geng-
ið úr skugga um það, að þeir, sem að því stóðu, hafi „raunveru-
lega haft á tilfinningunni,“ að þeir væru að fremja rangan og
illan verknað. Annars eru þeir sýknir saka. Og ekki veit ég, hvern-
ig sr. Benjamín hefur farið að þvi að rannsaka hjörtu þeirra og
nýru, sem frömdu aftökur á Þingvelli fyrr á öldum.
Það má taka fleiri dæmi. Það er tvísýnt, að þeir, sem höfðu
forgöngu um galdrabrennurnar hafi brotið gegn sinni betri
vitund. Sama máli gegnir um þá, sem létu Sókrates drekka eitrið.
Og þá, sem krossfestu Krist. Enda segir sr. Benjamín, — og segir
þá satt —, að forfeður okkar hafi talið það „stundum lieilaga
skyldu og manndóm“ að drepa menn. Svo var um marga fleiri.
þar á meðal þá höfðingja í Jerúsalem og Aþenu, sem tóku Sókra-
tes og Krist af lífi.
Sr.Benjamín innleiðir þetta með spekilegum tilburðum og venju-
legum úrskurðum um „fávíslegar hugleiðingar“ mínar. Ég hafðl
lagt fyrir hann spurningu um uppruna syndarinnar og er hann
reyndar búinn að svara henni, þegar hér er komið, svo sem senn
verður nánar vikið að. En hér lætur hann svo um mælt, að spurn-
ingunni sé „auðveldast að svara með því að athuga eðli syndar-
innar“ (og gæsalappar syndina eins og vænta má).
En svo lendir þetta „auðvelda“ svar í eintómum vangaveltum um
það, hve mikið ber á milli í skilningi ólíkra tíma og þjóða á réttu