Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 35

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 35
HEFUR KRISTINDÓMURINN GERT GAGN ? 33 þetta mál, að það er töluverð hugsunarskekkja í þessum þanka- gangi. Það er eins og gengið sé út frá því sem sögulegri stað- reynd, að kirkjan hafi verið að starfi á sama stað og með sömu mönnum í 20 aldir — og árangurinn lítill eða enginn eftir allt saman. Það sé með kirkjuna svipað og skólakennara, sem væri búinn að vera með sama bekkinn ævilangt -— og svo kolfalla allir, þegar loksins er lagt út í próf. Slíkur gaufari þætti auðvit- að ekki meðmælaverður kennari, og nemendurnir líkast til þó ennþá ámælisverðari að hafa látið kúldra sig í slíkri uppeldis- stofnun von úr viti. En eins og þetta dæmi er fjarstæða miðað við raunveruleikann — slíkar sögur gerast ekki — eins er það langt frá því að vera nokkur líking þeirrar aðstöðu, sem kirkjan hefur haft á sínu æviskeiði. Kirkjan hefur ekki haft sömu mennina undir áhrif- um sínum í 2000 ár — maður myndi hliðra sér hjá að segja svo sjálfgefinn sannleika, ef ofangreindur hugsanagangur gæfi ekki beint tilefni til þess. Það er ekki einu sinni nein þjóð til, sem hafi notið kristinna áhrifa að neinu marki líkt því svo lang- an tíma. Þau lönd, sem kirkjan festi fyrst rætur í, hurfu undan henni aftur algerlega að kalla fyrir vopnaðri framsókn Múhammeds- trúarmanna. Blómlegustu svæði hins forna heims, bæði um efna- lega og andlega menningu, löndin sunnan og austan Miðjarðar- hafs, hurfu undir ægishjálm hinna arabísku víkinga. Á sama tíma voru kristniboðar að þoka kristnum áhrifum lengra og lengra inn í myrkviðu hinna lítt kunnu landa og ósiðuðu þjóða Norður- álfu, sem Rómaveldi hafði um langan aldur staðið mestur stugg- ur af og hiifðu reyndar framið þau hervirki í höfuðbyggðum þessa stórveldis, sem lögðu það í rúst, ásamt fornri og maðksmoginni menningu þess. Þá var þess enn langt að bíða, að íbúar Norður- Evrópu og Norðurlanda játuðust kristinni trú.1 x) Um langan aldur var þetta einn liðurinn í almennri kirkjubæn kirkjunnar suður í löndum: „A furore Normannorum libera nos, Domine, frá grimmdaræði Nerðmanna frelsa oss, Drottinn.“ Vér þekkjum tilefnið af Islendingasögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.