Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 35
HEFUR KRISTINDÓMURINN GERT GAGN ?
33
þetta mál, að það er töluverð hugsunarskekkja í þessum þanka-
gangi. Það er eins og gengið sé út frá því sem sögulegri stað-
reynd, að kirkjan hafi verið að starfi á sama stað og með sömu
mönnum í 20 aldir — og árangurinn lítill eða enginn eftir allt
saman. Það sé með kirkjuna svipað og skólakennara, sem væri
búinn að vera með sama bekkinn ævilangt -— og svo kolfalla
allir, þegar loksins er lagt út í próf. Slíkur gaufari þætti auðvit-
að ekki meðmælaverður kennari, og nemendurnir líkast til þó
ennþá ámælisverðari að hafa látið kúldra sig í slíkri uppeldis-
stofnun von úr viti.
En eins og þetta dæmi er fjarstæða miðað við raunveruleikann
— slíkar sögur gerast ekki — eins er það langt frá því að vera
nokkur líking þeirrar aðstöðu, sem kirkjan hefur haft á sínu
æviskeiði. Kirkjan hefur ekki haft sömu mennina undir áhrif-
um sínum í 2000 ár — maður myndi hliðra sér hjá að segja
svo sjálfgefinn sannleika, ef ofangreindur hugsanagangur gæfi
ekki beint tilefni til þess. Það er ekki einu sinni nein þjóð til,
sem hafi notið kristinna áhrifa að neinu marki líkt því svo lang-
an tíma.
Þau lönd, sem kirkjan festi fyrst rætur í, hurfu undan henni
aftur algerlega að kalla fyrir vopnaðri framsókn Múhammeds-
trúarmanna. Blómlegustu svæði hins forna heims, bæði um efna-
lega og andlega menningu, löndin sunnan og austan Miðjarðar-
hafs, hurfu undir ægishjálm hinna arabísku víkinga. Á sama tíma
voru kristniboðar að þoka kristnum áhrifum lengra og lengra
inn í myrkviðu hinna lítt kunnu landa og ósiðuðu þjóða Norður-
álfu, sem Rómaveldi hafði um langan aldur staðið mestur stugg-
ur af og hiifðu reyndar framið þau hervirki í höfuðbyggðum þessa
stórveldis, sem lögðu það í rúst, ásamt fornri og maðksmoginni
menningu þess. Þá var þess enn langt að bíða, að íbúar Norður-
Evrópu og Norðurlanda játuðust kristinni trú.1
x) Um langan aldur var þetta einn liðurinn í almennri kirkjubæn
kirkjunnar suður í löndum: „A furore Normannorum libera nos, Domine,
frá grimmdaræði Nerðmanna frelsa oss, Drottinn.“ Vér þekkjum tilefnið
af Islendingasögum.