Víðförli - 01.05.1951, Síða 19

Víðförli - 01.05.1951, Síða 19
ERIC SECKI. RERC : Kirkjulíf á Grikklandi í 2. árg. Víðförla, bls. 144—157, birtist gagnmerk grein eftir Eric prest Segelberg um sögu messunnar á íslandi. Nú hefur 'þessi sænski vinur vor, sem dvelst eins og sakir standa suSur á Grikklandi t lærdómserindum, sent oss þessa fróðlegu og skemmtilegu grein um griskt kirkjulíf. Ný veröld opnast þeitn, er kemur frá Norðurlöndum, þar sem veðrátta er svöl og kirkjulíf nokkuð stirfið og kuldalegt, til hlýja landsins við Miðjarðarhaf og hinna hjartahlýju, gestrisnu Grikkja, sem telja lífið í samfélagi kirkju sinnar sjálfsagðara og nauðsyn- legra en allt annað. Kirkja og þjóð hafa hér bundizt böndum, sem eru mi'klu sterkari en orðið hefur jafnvel á Norðurlöndum. Grísk- ur maður er orþodox „réttrúaðurN1 Ef einhver tilheyrir róm- versku kirkjunni er ekki litið á 'hann sem sannan Grikkja. Grikk- inn lifir og hrærist í guðsþjónustunni, hann ketnur til messunnar. heilsar helgimyndunum af Guðs móður og dýrlingunum, kveikir á kerti og gengur til síns staðar meðal safnaðarins. Hantt hlýðir með lotningu á kórsönginn, lestur textanna og bænirnar. Allt hef- ur þetta hátíðlegan hljóm í eyrum hans, enda er það ekki hvers- dagslegt tungumál, sem messan er flutt á, það er tunga Nýja testa- mentisins. Til þess að ski'lja gríska kristni nútímans verður að hafa þrjár staðreyndir í huga. Gríska kirkjan hefur 19 alda söguerfð að baki, hún hefur í þrjár aldir verið handan tyrkneska járntjaldsins. hún er fyrst nú að byrja að ná sér eftir tíu ára styrjöld. 1) Heiti þessarar kirkju er: Hin rétttrúaða, almenna og postullega kirkja Austurlanda.

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.