Víðförli - 01.05.1951, Page 26

Víðförli - 01.05.1951, Page 26
24 VÍÐFÖRLl greinin er samtök kvenna, ,sem stunda einkum hjúkrun. Aiuines heitir mikilvæg hreyfing, samtök menntaðra en óklerklærðra manna, sem leitast við að skapa grundvöll fyrir kristna menn- ingu. Að hennar frumkvæði var bókin „Towards a christian civili- zation“ gefin út í fyrra. Margt fleira væri frásagnarvert um kirkju nútímans í Grikk- landi. Það, sem hér hefur verið sagt, mætti nægja til þess að gefa hugmynd um hið andlega líf í þessari söguríku kirkju. Hin- ar auðugu, liturgisku erfðir hafa ekki, eins og oss kann að verða hugsað, orðið haft á hið andlega líf, heldur þvert á móti verið því lífslind og skjól. Margt dýrmætt, fornkirkjulegt erfðafé er þar lifandi og lífgandi. Manni verður slundum að óska, að sið- bótarmennirnir hefðu verið kunnugri þessari kir'kju. Þá hefðu mótmæli þeirra ekki orðið eins einhliða og jafn einskorðuð við siði og ósiði miðalda. En oss stendur ekkert í vegi fyrir því að leita nánari þekkingar á erfðum hinnar austurlenzku kristni og margs konar vakning og endurnýjun getur fallið oss í skaut við gaumgæfilegri athugun á guðfræði og liturgiu orþodoxu kirkj - unnar. einkum eins og hún kemur fyrir sjónir í Grikklandi. Aþenu, 17.—1. 1951. Eric Segclberg.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.