Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 4
348 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110
354
Eva María Guðmundsdóttir, Elínborg Ólafsdóttir, Nanna Margrét Kristinsdóttir,
Álfheiður Haraldsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Laufey Tryggvadóttir, Helgi Birgisson,
Sigríður Gunnarsdóttir
Spá um nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040
Spáð er aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu vegna mannfjöldabreytinga,
hækkandi meðalaldurs og hækkandi krabbameinsáhættu. Aldursdreifing íslensku þjóðar-
innar er ólík nágrannaþjóðunum og því nauðsynlegt að spár fyrir Ísland byggi á íslenskum
gögnum og taki mið af íslenskum aðstæðum. Spáð er að árið 2040 hafi árlegur meðalfjöldi
nýrra krabbameinstilfella aukist um 57% frá árslokum 2022.
F R Æ Ð I G R E I N A R
07-8. tölublað · 110. árgangur · 2024
L E I Ð A R A R
353
Eiríkur Jónsson
„Hvað er klukkan?“
Fjölgun aldraðra einstak-
linga við góða heilsu leiðir
til þess að fleiri fá lækn-
andi meðferð og enn fleiri
munu þarfnast meðferðar
vegna einkenna. Þá mun
ávallt hluti krabbameins-
greindra þjást af fylgi-
kvillum krabbameinsmeð-
ferðar.
360
Ólafur Árni Sveinsson, Enrico Bernardo Arkink, Brynhildur Thors
Arfgengi smáæðasjúkdómurinn CADASIL – yfirlitsgrein
CADASIL tilheyrir hópi arfgengra smáæðasjúkdóma í heila og stafar af sjúkdómsvaldandi
stökkbreytingu í NOTCH3-geninu á litningi 19, sem erfist á ríkjandi hátt. Gallaða NOTCH3-
próteinið safnast fyrir á yfirborði sléttra vöðvafrumna í litlum slagæðum heilans. Þetta
veldur smám saman tapi á sléttvöðvalaginu og örvefsmyndun, æðaveggir í slagæðum verða
stífari og þykkari, sem leiðir til súrefnisskorts, vefjaskaða og smáæðadreps í hvíta og djúpa
gráa efni heilans.
Á FORSÍÐU
Dansk-íslenski dátinn
Sagan af danska dátanum er kostuleg. Hann er
gjöf frá danska læknablaðinu til þess íslenska eft-
ir að handsalað var á áttunda áratugnum að blaðið
yrði prentað í Danmörku. Trédátann komu þeir Örn
Bjarnason og Jóhannes Tómasson með frá Danaveldi.
Hann hefur síðan prýtt skrifstofu Læknablaðsins. Örn
og Jóhannes eru nú fallnir frá og eru minningarorð
um Örn í blaðinu. Jóhannes, sem hér starfaði sem
ritstjórnarfulltrúi, og greip oft á síðastliðnum árum í
penna fyrir blaðið, lést veturinn 2022. Með dátanum á
forsíðunni minnist blaðið þessara tíma.
Myndina tók Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sem
og aðrar myndir af dátanum í þessu blaði. Dátinn
ferðaðist víða. Upp í Hvalfjörð, í Hvalfjarðargöngin, í
miðbæinn; á Hverfisgötu, Ingólfsstræti, Laugarveg og
Skólavörðustíg þeim til heiðurs.
351
Kristín Helga Birgisdóttir
Heilsuhagfræðileg
nálgun á framleiðni í
heilbrigðiskerfinu
Nýlegar greiningar benda til
þess að íslenska heilbrigð-
iskerfið standi framarlega í
alþjóðlegum samanburði.
Sumarið 2024
Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð dagana
22. júlí til 9. ágúst vegna sumarleyfa.