Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 363 skoðun er hægt að sjá fyrrnefndar útfellingar í vöðvafrumum slagæða (granular osmyophilic material).27 Þessi aðferð hefur þó orðið mun sjaldgæfari eftir því sem erfðarannsóknir eru auð- veldari í dag. Í tengslum við greiningu er mikilvægt að bjóða upp á erfðaráðgjöf. Helstu mismunagreiningar, bæði hvað varðar einkenni og útlit á segulómskoðun eru: MS, CARASIL (cerebral autosomal recessive arteriosclerotic arteriopathy with subcortical infarcts and leukoencephalopathy), Binswanger-sjúkdómur, ættgengt helft- armígreni, MELAS og Fabrys-sjúkdómur.28 Meðferð Það er engin meðferð sem læknar CADASIL. Meðferðin bein- ist að því að draga úr og koma í veg fyrir einkenni. Þannig er mikilvægt að meðhöndla áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sem geta gert ástandið enn verra. 29 Fólk sem hefur fengið TIA eða heilablóðþurrðarslag er venjulega meðhöndlað með blóðflöguhemjandi lyfjum. Vegna hættu á blæðingum í heila er almennt ekki mælt með blóð- þynnandi lyfjum til að hindra blóðþurrðarslag, nema fyrir liggi sérstakar ábendingar eins og lungnasegarek. Því þarf að meta áhættuna og ábendinguna í hverju tilfelli fyrir sig. CADASIL er hlutfallsleg (relative) frábending fyrir segaleysandi meðferð, en meta verður hvert tilfelli fyrir sig.28 Dæmi eru um að segaleysandi meðferð hafi gengið vel hjá einstaklingum með CADASIL.30 Við lokun stærri æða til heil- ans væri segabrottnám æskilegri meðferð en segaleysandi meðferð. Ef um mígreniköst er að ræða er hægt að nota acetýlsalisýl- sýru og parasetamól auk íbúprófens og annarra COX-hemla. Meðferð með æðaherpandi lyfjum eins og triptönum (triptans) kemur til greina og er ekki sami fyrirvari settur við þá með- ferð eins og áður var hjá CADASIL-sjúklingum.1,31 Viss efi hef- ur verið um notkun með CGRP-hemlum (calcitonin gene related peptide inhibitors) þar sem þeir koma í veg fyrir æðaútvíkkun og áhrifin á CADASIL eru enn óþekkt. Þó hafa verið birtar einstaka tilfellarannsóknir þar sem þetta hefur gengið vel.32 Ef mígreniköstin eru tíð, þrisvar í mánuði eða oftar, geta fyrirbyggjandi lyf verið nauðsynleg. Vissar vísbendingar hafa verið uppi um að ósértækir beta-blokkar séu ekki æskilegir sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni hjá fólki með CADASIL.31 Við meðhöndlun geðrænna einkenna skal fylgja almennum leiðbeiningum um meðferð geðsjúkdóma. Flogaveiki er með- höndluð á hefðbundinn hátt með flogalyfjum. Gæta skal var- úðar við að nota getnaðarvörn sem inniheldur estrógen í ljósi aukinnar hættu á blóðtappa. Á meðgöngu eru konur með sjúk- dóminn í aukinni hættu á meðgöngueitrun og því er sérhæfð mæðravernd mikilvæg.33 Oft er þörf á endurhæfingu til að endurheimta og viðhalda eins góðri heilsu og mögulegt er. Þetta felur í sér þjálfun í hreyfifærni, tali og vitrænni starfsemi. Fer það eftir umfangi fötlunar hvaða aðstoð hver og einn þarf. Að lifa með síversn- andi sjúkdóm getur verið mikið álag bæði fyrir einstaklinginn og fjölskylduna. Því er mikilvægt að þörfinni fyrir félagslegan og sálrænan stuðning sé mætt. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist, vex þörfin fyrir aðstoð og stuðning í daglegu lífi. Færð hafa verið ágætis rök fyrir því að þýski heimspek- ingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) hafi veikst af CADA- SIL frekar en sárasótt eins og áður var talið.34,35 Á fyrri hluta æviskeiðsins þjáðist Nietzsche af erfiðum höf- uðverkjaköstum sem að öllum líkindum voru mígreniköst. Sagði hann upp stöðu sinni sem prófessor í Basel vegna þessa og gerðist landflótta í leit að veðurfari sem hentaði heilsu hans. Síðar á ævinni fór að bera á geðrænum einkennum sem leiddu að lokum til taugaáfalls 1888. Í kjölfarið komu fram einkenni heilabilunar og loks heilaslag undir lok ævi hans. Þess ber að geta að faðir Nietzsche lést einnig fyrir aldur fram vegna áþekkra einkenna. Samantekt CADASIL er sjaldgæfur arfgengur smáæðasjúkdómur í heila þar sem orsökin er sjúkdómsvaldandi stökkbreyting í NOTCH3 -geninu á 19. litningi. Gallað prótein safnast fyrir á yfirborði sléttra vöðvafrumna í litlum slagæðum heilans. Fyrir vikið verða æðarnar stífari og þrengri og geta til æðavíkk- unar skerðist. Mígreni með áru, skammvinn heilablóðþurrð eða heilaslag, auk geðrænna einkenna og snemmkominnar heilabilunar eru helstu afleiðingar sjúkdómsins. CADASIL er mikilvæg orsök heilaslags og snemmkominnar heilabilunar hjá ungu og miðaldra fólki og líklega vangreint. Engin sértæk meðferð er til við sjúkdóminum en mikilvægt er að meðhöndla brátt heilaslag og aðra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma með hefðbundnum hætti auk meðferðar við mígreni, flogaveiki, geðrænum einkennum og heilabilun. Í tengslum við greiningu er mikilvægt að bjóða upp á erfðaráð- gjöf. Mynd 4. SWI (Susceptibility Weighted Imaging) segulómun sem sýnir eina örblæðingu fremst í vinstra ennisblaði (svört ör). Y F I R L I T S G R E I N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.