Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 24
368 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110
Alls 81 bætist í íslensku læknastéttina
„Innilega til hamingju með þennan risa-
stóra áfanga í lífinu – áfanga sem verður
alltaf einn af þeim allra stærstu sem þið
fáið að upplifa,“ sagði Steinunn Þórðar-
dóttir, formaður Læknafélags Íslands,
í árlegri veislu til heiðurs þeim sem nú
útskrifast sem læknar. Þar rituðu þau
undir læknaeiðinn.
Alls útskrifast 81 úr læknisfræði um
þessar mundir, 49 frá Íslandi, fjórir frá
Ungverjalandi, nítján frá Slóvakíu, einn
frá Póllandi, sjö frá Danmörku og einn
frá Litháen.
Steinunn sagði útskriftarhópinn nú
hluta af læknastéttinni í heild.
„Læknar eiga að láta sig samfélags-
mál varða, berjast fyrir góðum og mik-
ilvægum málefnum sem varða heilsu
þjóðarinnar og taka að sér hlutverk
við stjórnun og stefnumótun,“ sagði
Steinunn og að læknar ættu að setja nið-
Efst frá vinstri; Hörður Tryggvi Bragason, Leon Arnar Heitmann, Karl Jóhann Bjarnason, Kristján Veigar Kristjánsson, Jökull Sigurðarson, Freyþór Össurarson,
Héðinn Össur Böðvarsson, Fannar Bollason, Haraldur Jóhann Hannesson, Alexander Jóhannsson, Ólafur Jens Pétursson, Gizur Sigfússon, Bjarni H. Þrastarson,
Dagur Darri Sveinsson, Dagur Friðrik Kristjánsson, Eggert Halldórsson, Emil Ólason og Þorsteinn Vilhjálmsson.
Miðja frá vinstri; Þóra Óskarsdóttir, Kolbrún Sandra Hrafnsdóttir, Klara Briem, Edda Þórunn Þórarinsdóttir, Dagný Birta Arnardóttir, Hildur Ólafsdóttir, Elsa Jónsdóttir,
Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir, Hugrún Lilja Ragnarsdóttir, Hafsteinn Örn Guðjónsson, Þórbergur Atli Þórsson, Aðalsteinn Dalmann Gylfason, Þóra Silja Hallsdóttir,
Valdís Halla Friðjónsdóttir, Heiðrún Ósk Reynisdóttir, María Gyða Pétursdóttir, Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, Nanna Sveinsdóttir, Sara Margrét Daðadóttir,
Þórhallur Elí Gunnarsson, Atli Magnús Gíslason og Unnur Lára Hjálmarsdóttir.
Sitjandi röð frá vinstri; Dagný Ásgeirsdóttir, Selma Rún Bjarnadóttir, Jónína Rún Ragnarsdóttir, Margrét Kristín Kristjánsdóttir, Kolfinna Gautadóttir, Vigdís Ólafsdóttir,
Anita Rut Kristjánsdóttir, Sigríður Margrét Þorbergsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sif Elíasdóttir, Ásdís Dröfn Guðmundsdóttir, Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir (standandi),
Tinna María Hafþórsdóttir, Ísold Norðfjörð og Silja Kristín Guðmundsdóttir.
Krjúpandi frá vinstri; Magnús Torfi Rúnarsson, Katrín Kristinsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Brynhildur K. Ásgeirsdóttir, Ólöf Hafþórsdóttir og Daníel Alexander Pálsson.
Mynd/gag
Tugir rituðu undir læknaeiðinn við hátíðlega athöfn í húsi Læknafélags
Íslands. Flest læknanna útskrifast hér á landi en einnig frá Ungverjalandi, Slóvakíu, Danmörku,
Póllandi og Litháen. Formaður félagsins sagði áfangann einn þann stærsta sem þau upplifa.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
ur fótinn og berja í borðið þegar eitthvað
er óviðunandi í umhverfinu.
„En það er líka mikilvægt að vera
jákvæður og lyfta því sem vel er gert.“
Steinunn sagði lækna gríðarlega verð-
mæta starfskrafta og gaf þessum nýju
læknum gott ráð. „Forðist að detta í
meðvirkni með óásættanlegri stjórnun
og starfsfyrirkomulagi – nýtið frekar
samtakamátt félagsins til að hafa áhrif
til hins betra.“
Stundin í veislusal Læknafélagsins
þennan fimmtudag var hátíðleg. Alma
Möller landlæknir gaf góð ráð og Þórar-
inn Guðjónsson, forseti læknadeildar
Háskóla Íslands, hvatti þessa nýju lækna
áfram. Dagur B. Eggertsson flutti ræðu
fyrir hönd 25 ára útskriftarlækna. „Ég
hef áttað mig á því að læknanámið er
í grundvallaratriðum nám um góða
ákvarðanatöku,“ sagði hann.
Dagur segir að læknar séu fyrst og
fremst undirbúnir fyrir að setja mál
í ferli, taka rétta ákvörðun og ákveða
hvaða upplýsingar þurfi að liggja fyr-
ir þannig að hægt sé að taka rétta
ákvörðun. „Og samviskueiður lækna,
Hippókratesar-eiðurinn, sem þið eruð
öll að fara að skrifa undir hér, kjarnast í
þessu.“ Læknar búi að fjársjóði sem þau
byggi nú á.
„Til hamingju með daginn, alveg
innilega,“ sagði Dagur. Læknablaðið tekur
undir það.
„Læknar eiga að láta sig samfé-
lagsmál varða, berjast fyrir góðum
og mikilvægum málefnum sem
varða heilsu þjóðarinnar og taka
að sér hlutverk við stjórnun og
stefnumótun.“