Læknablaðið - 01.07.2024, Page 9
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 353
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
doi 10.17992/lbl.2024.0708.799
Einhverju sinni átti ég samtal við mann með ný-
greint krabbamein. Meinið virtist staðbundið og
ef látið ómeðhöndlað myndi framvinda þess ráð-
ast af lífslengd mannsins. Aðrir sjúkdómar höfðu
skráð sig í lífshlaup hans og voru til alls líklegir.
Eftir vangaveltur fram og til baka ákvað ég að
spyrja eins og barn: „Hvað hafðir þú hugsað þér
að lifa lengi?“ Maðurinn svaraði að bragði: „Hvað
er klukkan núna?“
Í þessu blaði segir frá merkri rannsókn byggðri
á gögnum Krabbameinsskrár Íslands og Hag-
stofu Íslands hvar spáð er fyrir þróun á nýgengi
krabbameina á komandi áratugum á Íslandi.
Samanburður er jafnframt gerður við norræn
gögn. Búist er við að tilfellum fjölgi um 57% á
næstu tveimur áratugunum og að Íslendingar
setji þar með Norðurlandamet. Jafnframt því sem
landsmönnum fjölgar, hækkar meðalaldur, en
krabbameinsáhættan er sem kunnugt er í réttu
hlutfalli við aldur. Fjöldi á lífi með krabbameins-
greiningu á næstu tveimur áratugum mun þá
fara úr 17.500 í allt að 30.000.
Krabbameinsskráin er merk stofnun sem hef-
ur gengið eins og klukka í sjö áratugi. Þar hafa
samviskusamlega verið skráð nær öll krabbamein
á Íslandi. Fyrstu áratugina var einvörðungu um
að ræða tilfellaskráningu, en hin síðari ár hefur
bæst við greiningarstig og fyrsta meðferð. Slík
skráning gefur gleggri mynd af þróun krabba-
meina yfir tíma. Innan hvers flokks krabbameina
getur nefnilega verið litróf af sjúkdómum þó svo
allir heiti sama nafni. Því segir fjöldi tilfella oft
bara hálfa söguna. Þá getur greiningarvirkni haft
veruleg áhrif á krabbameinstölfræðina. Í því sam-
bandi má nefna notkun blóðprófsins PSA (prostata
specific antigen), sem getur gefið vísbendingu
um krabbamein í blöðruhálskirtli. Einnig sneið-
myndatökur á brjóst- og kviðarholi, sem iðulega
afhjúpa krabbamein fyrir tilviljun. Fjöldi slíkra
blóðprufa og röntgenrannsókna getur því haft
veruleg áhrif.
Ef fram fer sem horfir munu þekktir áhættu-
„Hvað er klukkan?“
What time is it?
Eirikur Jonsson
MD, Urologist
Landspitali – The National
Unicersity Hospital of
Iceland
Eiríkur Jónsson
þvagfæraskurðlæknir
þættir krabbameina, svo sem yfirþyngd og
áfengis neysla, einnig sækja í sig veðrið. Þá má
reikna með áhrifum innflytjenda á íslenska
þýðið, hvar krabbameinsáhætta kann að vera
hærri en innfæddra. Það er því ærinn starfi að
rýna í þróunina á næstu áratugum. Áhættu-
þættir krabbameina, greiningarvirkni og aldurs-
samsetning eru líkt og flókið úrverk með marga
hreyfanlega parta. Þá leiðir bætt meðferð líf-
hættulegra sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma til
þess að krabbameinssjúkdómar fá næði til þess
að greinast, þroskast og valda usla. Fjölgun aldr-
aðra einstaklinga við góða heilsu leiðir til þess
að fleiri fá læknandi meðferð og enn fleiri munu
þarfnast meðferðar vegna einkenna. Þá mun
ávallt hluti krabbameinsgreindra þjást af fylgi-
kvillum krabbameinsmeðferðar.
Við öllu þessu þarf að búast, þó
svo að Íslendingnum sé margt
betur gefið en að taka mark á
spám – öðrum en veðurspám.
Í gegnum tíðina hefur það
verið hlutverk starfsfólks Krabba-
meinsskrárinnar að skrásetja
og að rýna í tölurnar. Þar hefur
margur stigið sín fyrstu spor í
vísindavinnu. Fjölmargar vís-
indagreinar hafa orðið til og öflugt norrænt
samstarf ætíð verið leiðarstef skrárinnar. Fyrst
eftir heimkomu frá sérnámi var ég viðloðandi
þar um hríð. Ég upplifði frá fyrstu hendi þessa
merkilegu starfsemi og þá alúð sem starfsfólkið
lagði í verkið. Tveggja starfsmanna, sem bæði eru
gengin, langar mig til að minnast sérstaklega;
Kristínar Bjarnadóttur og Hrafns Tuliniusar. Þau
störfuðu á Krabbameinsskránni um árabil. Það
var gefandi að kynnast þeim og skerpa með þeim
skilninginn. Fjölmargar spurningar vöknuðu um
faraldsfræði krabbameina á Íslandi og hvernig
leita megi svara í fortíð, nútíð og framtíð. Á þeim
akri munu þó spurningarnar ætíð verða fleiri en
svörin.
„Fjölgun aldraðra einstaklinga við góða
heilsu leiðir til þess að fleiri fá læknandi
meðferð og enn fleiri munu þarfnast
meðferðar vegna einkenna. Þá mun
ávallt hluti krabbameinsgreindra þjást
af fylgikvillum krabbameinsmeðferðar.“