Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 377
menningi nauðsyn þess að koma á mót-
töku fyrir þolendur kynferðislegs ofbeld-
is.“ Þau hafi haldið fundi víða. „Þetta
var á sama tíma og Guðrún Agnarsdóttir
ásamt kollegum á Alþingi barðist fyrir
stofnun slíkrar móttöku, því aðstæður
voru engan veginn boðlegar fyrir slíkt
starf. Engin slík var þá til og konur sátu
með lögreglumönnum uppi á fæðinga-
og kvennadeild fyrir allra augum að bíða
eftir að tími væri hjá lækni til að sinna
þeim,“ lýsir hann.
„Í framhaldi af því benti ég „Landa“,
Ólafi Ólafssyni, á að það vantaði að-
stöðu uns neyðarmóttakan yrði stofnuð
og benti honum á mæðradeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur, húsnæði
sem ætíð var tómt eftir klukkan 16 á
virkum dögum og um helgar. Sendi
hann beiðni til Heimis Bjarnasonar að-
stoðarborgarlæknis sem þetta féll undir
sem borgarlækni og hann spurði hvort
ég gæti þá ekki staðið þessa bakvakt fyr-
ir þessar konur þar til neyðarmóttakan
yrði samþykkt á þingi. Heimir sagði að
engin laun kæmu fyrir þetta. Ég sat því
„í súpunni“ og stóð svo vaktina allan
sólarhringinn í tvö ár,“ lýsir Arnar.
„Þetta urðu yfir eitthundrað og tólf
útköll fyrir Rannsóknarlögreglu Ríkis-
ins uns árið 1993, að ég og fjöldi kollega,
með ötulli stjórn og drifkrafti Guðrúnar
Agnars, glöddumst yfir formlegri stofn-
un Neyðarmóttöku (NM) fyrir þolendur
kynferðisofbeldis.“ Neyðarmóttakan hafi
nú starfað óslitið fyrir bæði konur og
karla í tæp 32 ár.
vill komast í kynleiðréttingu. „Ég hafði
unnið með Transgender einstaklingum
í Svíþjóð og fannst vanta sárlega úrræði
fyrir fólk hér heima sem var í þeirri
stöðu,“ lýsir Arnar.
„Ég fékk Önnu Kristjánsdóttur með
mér í þessa vinnu en hún var þekkt
persóna á þeim tíma og óhrædd við að
koma fram. Ég leitaði til Ólafs Ólafsson-
ar landlæknis og hann bað mig að setja
fram hugmynd að vinnuskipulagi og
velja sérfræðinga með mér í hópvinnu
sem fór fram á ábyrgð Landlæknis. Ég
valdi fjóra lækna með mér, annan kven-
sjúkdómalækni, tvo geðlækna og lýta-
lækni. Þessi hópur hittist svo reglulega.“
Fljótlega eftir stofnun hópsins hafi þau
fengið sænskan prófessor til sín og efnt
til almenns fræðslufundar um málefnið í
Norræna húsinu.
„Við áttum von á að fá nokkra ein-
staklinga en okkur til mikillar ánægju,
fylltist salur Norræna hússins og fram
fór mjög ábyrg umræða og þar með fór
boltinn að rúlla. Ég dró mig út úr þess-
um hópi eftir 12 ára vinnu þegar ég sá
að Landspítalinn gæti og vildi taka við
þessari þjónustu þar sem hún á heima,
enda var það tilgangurinn með heim-
sókn minni til Ólafs um árið.”
Og látum svo þessari hraðferð um
feril Arnars Haukssonar lokið þar sem
jafnmargt er ósagt og sagt hefur verið
en óhætt að endurtaka í lokin yfirskrift
þessa viðtals; hann hefur verið læknir af
lífi og sál í hálfa öld.
„Þar vinnur nú öflugt teymi hjúkr-
unarfræðinga, sálfræðinga og einstak-
lega öflugt læknateymi. Nú er ég ábyrg-
ur fyrir vaktafyrirkomulagi lækna og
það best ég veit eini karlmaðurinn sem
enst hefur svo lengi í svo viðkvæmum
málaflokki. Við fórum svo nítján saman
á Evrópuþing slíkra samtaka í desem-
ber 2018 í Helsinki, hjúkrunarfræðingar,
sálfræðingar, lögmenn, saksóknarar
og læknar og sáum þá að við stöndum
fremst meðal jafningja í þjónustu við
þolendur kynferðisofbeldis,“ segir hann.
„Ég tók svo þátt í opnun sams konar
neyðarmóttöku í Keflavík, á Akranesi
og á Akureyri 1993 og í samráði við Al-
exander Smárason, yfirlækni á kvenna-
deild Sjúkrahússins á Akureyri, héldum
við uppfærða fræðslu um móttökuna í
mars 2018.”
Kynleiðrétting transfólks
Loks er ástæða til nefna þátt Arnars
í að skapa úrræði fyrir transfólk sem
„Við áttum von á að fá nokkra
einstaklinga en okkur til mikillar
ánægju, fylltist salur Norræna hússins
og fram fór mjög ábyrg umræða og þar
með fór boltinn að rúlla.“
10.1 á r g a n g u r
1 9 1 5 - 2 0 2 4
Lyfjatexti er á bls. 231
Til hamingju með Læknablaðið
Litróf
umhverfisvottuð prentsmiðja
Sími 563 6000 · Vatnagörðum 14 · 104 Reykjavík · www.litrof.is