Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 375
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Læknir af lífi og sál
Fyrir þá sem þekkja til Arnars er þetta
sannarlega samdráttur í vinnu framlagi.
Hann hefur bókstaflega verið vakinn og
sofinn í vinnunni í nærfellt 50 ár, allar
götur síðan hann útskrifaðist úr lækna-
deild Háskólans árið 1975. Ferill hans
er glæsilegur og stutt yfirferð staðfestir
að hann hefur verið brautryðjandi hér á
landi á svo margan hátt í sinni sérgrein.
Það sá forsetinn og sæmdi hann riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu 2023
fyrir framlag sitt til heilbrigðis kvenna
og stuðning við þolendur kynferðisof-
beldis.
Blaðamaður bendir á að þróunin hafi
verið sú að þetta er orðið nánast ein-
göngu kvennafag. Skiljanlegar ástæð-
ur eru fyrir því og ungir karllæknar
sem eru að velja sérgrein í dag hika við
fæðingar- og kvensjúkdómana. Samt hef-
ur Arnar verið sagður vinsælasti kven-
sjúkdómalæknir landsins, þrátt fyrir að
vera einn af örfáum karlmönnum sem
hafa numið þessa sérgrein.
„Þetta er margflókið fag og krefst al-
gjörs trúnaðar og opinna samskipta á
báða bóga, eigi vel að fara,” segir Arnar.
„Annars næst ekki tilætlaður árangur,
því það skiptast á skin og skúrir í þessu
fagi sem öðrum. Ég, sem allir læknar,
legg mig allan fram og hef verið farsæll
því margir mínir skjólstæðingar hafa
vísað dætrum sínum til mín. Það þykir
mér vænt um,“ segir hann.
„Lengstu samtöl mín eru einmitt
þá og ég reyni að gefa mér góðan tíma
þegar ungar konur koma í fyrsta sinn til
mín og ræði við þær um lífið í æsku, til-
finningar, líkamsímynd, getnaðarvarnir,
kynsjúkdóma, stráka og þunganir, áður
en ég spyr hvort þær vilji að ég fram-
kvæmi skoðun. En sumar konur vilja alls
ekki að karlmaður skoði þær og þá ber
að virða það.”
Nefndaseta og stjórnunarstörf
Arnar lauk sérfræðinámi í kvensjúk-
dómum frá Háskólasjúkrahúsinu í Lundi
í Svíþjóð og fékk sérfræðiréttindi hér
heima árið 1983 eftir að hafa starfað sem
sérfræðingur í Svíþjóð um nokkurra ára
skeið. Ég bið hann að renna yfir helstu
áfangana á löngum ferli og hann tiltekur
eftirfarandi, en aðeins fyrir þrábeiðni
blaðamanns því hann segist lítið fyrir að
hampa sjálfum sér.
„Ég tók fyrst sæti í stjórn Félags
fæðinga- og kvensjúkdómalækna árið
1979 sem meðstjórnandi, og síðar sem
ritari 1986 til 1990 og settist aftur í
stjórnina sem formaður frá 2007 til 2010.
Ég sat í stjórn Félags norrænna fæðinga-
og kvensjúkdómalækna, NFOG, í átta
ár, og sat samtímis í ýmsum nefndum á
þeirra vegum, svo sem í Vísindanefnd
NFOG í níu ár og í Fagnefnd NFOG í 10
ár,“ segir hann og var þar af formaður í
sex ár auk þess að sitja í stjórn NFOG.
„Ég sat í undirbúningsnefnd NFOG
til að fá að halda Heimsþing fæðinga- og
kvensjúkdómalækna, FIGO, en mikil
barátta er á milli þjóða að fá að halda
þingið og margir í boði. Þetta var áróð-
ursvinna sem stóð í fimm ár, 1992 til
1997, og við náðum því að heimsþingið
skyldi haldið á Norðurlöndum, nánar til
tekið í Kaupmannahöfn. Í framhaldi af
Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir hefur komið víða við á löngum ferli.
Hann stendur nú á 77. ári og kveðst hafa dregið saman seglin og vinni núna aðeins
dagvinnu fimm daga í viku. Hann segir fagið margflókið og krefjast opinna samskipta.
því var ég svo skipaður í sex manna for-
sætisnefnd fyrir FIGO World Congress
Copenhagen 3.-8. ágúst 1997. Þetta var
stærsta heimsþing sambandsins frá upp-
hafi en það sóttu á fimmtánda þúsund
þátttakendur, læknar og auglýsendur
alls staðar að úr heiminum. Það var mjög
eftirminnilegt.“
Arnar lýsir því að hluti af starfi í
NFOG sé að starfa í svokallaðri valnefnd
sem fari yfir innsendar vísindagreinar
fyrir birtingu annað hvort sem fyrirlestr-
ar eða spjaldfyrirlestrar (posters) á Norð-
urlandaráðstefnum NFOG sem haldnar
eru annað hvert ár.
„Þá var ég einn af mörgum kollegum
frá Íslandi sem voru stofnendur SMS,
Scandinavian Menopausal Society, og
tók þar við af Jens A. Guðmundssyni
kollega mínum og vini í stjórn þess í átta
ár og vann að undirbúningi þinga á þess
vegum. Síðasta verkefni mitt þar var
að sitja í undirbúningsnefnd fyrir First
Global Conference on Contraception
and Reproductive and sexual health frá
22.-25. maí 2013 í Kaupmannahöfn.“
Auk framansagðs hefur Arnar stund-
að vísindarannsóknir bæði í Svíþjóð og
hér heima og haldið fyrirlestra á þingum
og ráðstefnum, fjölmörgum hér heima.
„Fyrsti fyrirlestur minn erlendis var
á heimsþingi FIGO í Berlín í septem-
ber 1985 sem bar yfirskriftina Influence
of Vasopressin on uterine contraction and
Dysmenorrhoea sem var að hluta til dokt-
orsverkefni mínu.
Enn er ótalinn fjöldi fræðslufyrir-
lestra hér heima sem Arnar hefur haldið
fyrir almenning. „Ég hef fjallað um