Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 355
R A N N S Ó K N
þetta mannfjöldaþróun5 og árangri í snemmgreiningu og með-
ferð krabbameina.6
Árangur Íslands í meðferð krabbameina er góður í alþjóð-
legum samanburði.7 Sífellt fleiri lifa lengur með sjúkdóm og
krefst það oft áralangrar meðferðar.8,9 Margir þeirra sem lifa
eftir greiningu krabbameins þurfa að takast á við síðbúnar
aukaverkanir krabbameinsmeðferða.10,11 Spáð er mikilli aukn-
ingu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu en Alþjóða-
krabbameinsrannsóknastofnunin (International Agency for
Research on Cancer, IARC) spáir því að þær fari úr um það bil
20 millljónum í 30,2 milljónir árið 2040.12
Framundan eru miklar breytingar á aldurssamsetningu ís-
lensku þjóðarinnar, en eins og í öðrum vestrænum löndum fer
hlutfall aldraðra hækkandi.13 Einnig er eftirstríðsárakynslóðin
á Íslandi hlutfallslega stærri en í flestum nágrannalöndum
okkar, þar sem frjósemi íslenskra kvenna var lengi með því
mesta sem gerðist í Evrópu.14 Þar sem krabbamein eru eink-
um sjúkdómar eldra fólks mun fjölgun aldraðra, ásamt bættri
lifun, hafa mikil áhrif á fjölgun nýgreindra og lifandi einstak-
linga með krabbamein á Íslandi.
Þar sem samfélagsgerð og ekki síst aldurssamsetning Ís-
lendinga er ólík öðrum löndum Evrópu, er mikilvægt að spár
um fjölgun krabbameinstilfella á Íslandi ásamt fjölda lifenda
séu byggðar á íslenskum gögnum.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að spá fyrir um fjölgun
krabbameinstilfella á Íslandi og bera saman við áætlaða fjölg-
un á hinum Norðurlöndunum. Einnig að áætla fjölda þeirra
sem lifa eftir krabbameinsgreiningu á Íslandi til ársins 2040.
Efniviður og aðferð
Fjöldi krabbameinstilfella var fenginn hjá Krabbameinsskrá
Íslands, nýjustu upplýsingar ná til ársins 2022. Til að draga úr
tilviljanakenndum sveiflum vegna fámennis þjóðarinnar voru
notuð fimm ára meðaltöl, 2018-2022, til að áætla fjölda tilfella
árið 2040.15
Upplýsingar um krabbamein á Norðurlöndunum komu úr
norræna krabbameinsgagnagrunninum, NORDCAN, sem er á
vegum Samtaka norrænna krabbameinsskráa, ANCR.16–18 Nýj-
ustu upplýsingar í NORDCAN ná til ársins 2021.
Mannfjöldi og mannfjöldaspá fyrir Ísland var fengin frá
Hagstofu Íslands.5 Notuð var mannfjöldaspá Hagstofunnar
frá því í desember 2023 og fyrir spá um meðalmannfjölda árið
2040 (miðgildi spár) var reiknað meðaltal mannfjölda 1. janúar
2040 og 1. janúar 2041.
Meðalmannfjöldi á Íslandi á árunum 2018-2022 var 366.854
og spá gerir ráð fyrir að hann verði rúmlega 500.000 árið 2040.
Á mynd 1b má sjá aldursdreifingu fyrir karla og konur sam-
kvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands árið 2040. Þar sést að
aukningin mun verða mest í aldurshópunum 30-54 ára og 70
ára og eldri, borið saman við aldursdreifingu þjóðar árin 2018-
2022.
Notaðar voru tvær aðferðir við gerð spár um fjölda greindra
tilfella á Íslandi árið 2040. Annars vegar var gert ráð fyrir að
aldursbundið nýgengi af 100.000 persónuárum héldist óbreytt
(constant rate) frá því sem það var að meðaltali árin 2018-2022,
og unnið var út frá mannfjöldaspá Hagstofu Íslands.19 Hins
vegar með Nordpred-aðferð sem notuð er í NORDCAN-
-gagnagrunninum og byggir, auk mannfjöldaspár, á nýgeng-
isbreytingum síðustu 25 ár fyrir Ísland. Niðurstöður úr þeim
hluta eru settar fram sem breyting á áhættu. Þetta er aldurs-
tímabils-ferilhóps-líkan (age-period-cohort-model) gert með
Poi sson-aðhvarfsgreiningu16,17 og þróað í norsku krabbameins-
skránni.19
Ekki er mælt með því að nota Nordpred-aðferðina til að
spá fyrir um mein, þar sem nýgengi er að breytast í tengslum
við greiningarvirkni vegna skipulagðrar eða óskipulagðrar
skimunar. Nordpred-aðferðin hentar hins vegar vel til að spá
fyrir um þróun nýgengis í meinum eins og lungnakrabba-
meini, þar sem algengi megináhættuþátta hefur breyst mik-
ið síðustu áratugi. Því var notast við Nordpred-aðferðina
(áhættuhlutann) til að leiðrétta íslensku spána (constant rate)
fyrir lungnakrabbameini. Í íslensku spánni sem hér er birt er
unnið með nýrri upplýsingar (árslok 2022). Þær eru aðgengi-
legar í NORDCAN (árslok 2021) fyrir fjölda tilfella, mannfjölda
og mannfjöldaspá.
Til að áætla fjölda tilfella á Norðurlöndunum árið 2040
voru notaðar nýjustu mannfjöldaspár frá Norrænu ráðherra-
nefndinni20 og byggt á óbreyttu aldursbundnu nýgengi af
100.000 persónuárum úr NORDCAN (2018-2021).16,17,21 Notaðar
voru þrjár ólíkar forsendur til að spá fyrir um fjölda þeirra sem
eru á lífi eftir krabbameinsgreiningu á Íslandi. Í fyrsta lagi er
gengið út frá því að árið 2040 verði hlutfall á milli lifenda og
greindra hið sama í hverjum fimm ára aldurshópi og það var í
Mynd 1. a) Meðalmannfjöldi á Íslandi eftir aldurshópum og kyni árin 2018-2022, b) Áætlaður meðalmannfjöldi á Íslandi eftir
aldurhópum og kyni árið 2040. Tölur frá Hagstofu Íslands.
a. b.