Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 381 09 10.1 á r g a n g u r 1 9 1 5 - 2 0 2 4 Cloræthyl hefir til skamms tíma aðallega verið not-að útvortis við ýmsar aðgerðir, sem sárar eru en vara stutt, t.d. tannútdrátt, opnun ígerða o. fl. ; eru vissir staðir frystir með því, frostið veldur taugalömun og þar af leiðandi tilfinningarleysi, svo sem kunnugt er.Frystiaðferðin er hættulaus og handhæg, en samt eru þeir agnúar við hana, sem dregið hafa úr gildi hennar. Verkjaleysið grípur að eins yfir húðina, ókleyft er að „præparera“ í frosnum vef, og sé skorið í heitar ígerðar t. d. furunkla, er verkurinn í þeim mjög sár um leið og því er geislað á, áður en kuldinn nær að verka.… Úr venjulegum chloræthylpípum, sem opnaðar eru lítið eitt, eru 30–100 dropar látnir falla á grímu eða átt-falt gazestykki, sem lagt er síðan svo vel falli að nefi og munni, og sjúklingurinn láta anda því að sér. Í byrj- un eru 15–20 dropar gefnir og smábætt við alt að 100 dropum, ef þörf krefur ; að ½–¾ mín. liðinni, venju-lega eftir því sem mér hefir virst eftir 50–60 dropa inngjöf, fellur sjúklingurinn í verkjaleysismók ; kipp-hreyfingar halda sér og vöðvar linast lítið eitt ; varir þetta mók í fáar mínútur, stundum enn þá skemur ; sjúklingurinn raknar flótt (sic) við úr því oftast alhress, stundum með dálítlum svima og höfuðverk, sem fljótt hverfur frá. … Eg vildi óska að þeir collegar, sem aðeins nota frystinguna, vildu reyna innöndunina ; eg hygg, að þeir sannfærist brátt um yfirburði hennar í ýmsum greinum og þyki agnúarnir minni. Í sveitapraxis er hún hentug og þægilegt að grípa til hennar. ÓL. Ó. LÁRUSSON. — Brot úr grein eftir Ólaf Ó. Lárusson Svæfing með cloræthyl. Læknablaðið 1915; 8: 118-119 Úr fyrsta árgangi Læknablaðsins 1915 [\ aði um heiminn, fóru svæfingalæknar í Kaupmannahöfn að þróa aðferðir til að veita öndunarstuðning við alvarlegri öndunarbilun og einnig að mæla blóðgös (Astrup). Í kjölfar þess voru stofnaðar sjúkradeildir sem í dag kallast gjörgæslu- deildir og eru á Norðurlöndum í höndum svæfingalækna. Með þessari starfsemi var mörgum mannslífum bjargað og almennt talið að þarna hafi gjörgæslumeðferð átt sín upptök. Á síðustu áratugum hafa orðið gríðarlegar framfarir í þró- un svæfingalyfja og tækjabúnaðar til notkunar í svæfingum og við vöktun sjúklinga í skurðaðgerðum. Í dag eru dauðsföll í svæfingu afar fátíð, eða um 1 af hverjum 100.000 svæfing- um, en ekki eru til tölur um dauðsföll á þeim tíma sem þessi Læknablaðsgrein var birt 1915 en það að svæfa sjúkling var talið hættulegt og aðeins gert í neyð. Fræðigreinin hefur þró- ast mikið og hratt og miklar framfarir orðið. Samt sem áður er stöðugt reynt að stuðla að bættu öryggi sjúklinga og leita leiða til að bæta það.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.