Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 379 komist ekki í hendur þriðja aðila þegar þær eru færðar frá rannsakendum til þess einstaklings sem upplýsingarnar varða. Þá þarf líka að skoða hvort þétta þurfi löggjöf um bann við mismunun á grundvelli erfðamengis,“ segir hún. „Við erum með bann við mismunun í lögum um lífsýnasöfn og söfn heil- brigðisupplýsinga, sem og í lögum um vátryggingasamninga og þar höfum við úrskurð Persónuverndar frá árinu 2006. En hér þyrfti að skoða hvort að það séu fleiri svið þar sem hætta er á misnotkun og hvort nauðsynlegt sé að þétta löggjöf- ina frekar.“ Kerfið þarf að taka við fólkinu Hrefna bendir á að huga þurfi að því hvernig taka skuli á tilteknum hópum sem kunna að vera rannsóknarþátttak- endur og nefnir sérstaklega börn í því samhengi. „Á að leyfa erfðamengisrannsóknir á lífsýnum og/eða gögnum heilbrigðra barna eða takmarka rannsóknir við börn þar sem líkur eru á erfðabreytileika? Á að veita upplýsingar um erfðabreytileika sem ekki munu raungerast fyrr en á full- orðinsárum og takmarka þá mögulega rétt barna til opinnar, frjálsrar framtíðar eða á að einblína á upplýsingar þar sem meðferð eða fyrirbyggjandi meðferð þarf að hefjast strax í æsku? Þetta eru spurn- ingar sem þarf bæði að velta upp og svara mjög skýrt.“ Hrefna segir að sumir rannsóknar- þátttakenda kunni nú þegar að vera í eftirliti heilbrigðiskerfisins, en kerfið þurfi svo auðvitað „að fá þá innspýtingu sem nauðsynleg er til sinna því fólki sem ekki hefur áður fengið upplýsingar um lífsógnandi og meðferðarhæfa erfða- breytileika sem það kann að bera. Rauði þráðurinn er að breytingarnar um ætlað samþykki verði fólki til góðs og að það fái viðeigandi meðferð. Í því samhengi er einnig rétt að halda því til haga að reglur um að veita rannsóknarþátttakendum upplýsingar um heilsufar sitt, taka til fleiri vísindarannsókna en þeirra sem gerðar eru á erfðamengi fólks.“ „Heilbrigðiskerfið þarf að vera í stakk búið til að sinna því fólki sem fær upplýsingar um lífsógnandi og meðferðarhæfa erfðabreytileika,“ segir Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lektor við Lagadeild Háskóla Íslands. Mynd/HS „Rauði þráðurinn er að breytingarnar um ætlað samþykki verði fólki til góðs og að það fái viðeigandi meðferð.“ V I Ð T A L

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.