Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 41
10.1 á r g a n g u r
1 9 1 5 - 2 0 2 4
Leiðarar eru nú farnir að birtast, en
verða þó ekki ýkja langlífir. Fyrst skipt-
ast ritstjórar á að skrifa þá, svo er leitað
til valinna lækna um að fjalla um sínar
sérgreinar. En um tíma hverfa þeir aftur.
Í þeirra stað birtast bréf til lækna um það
sem landlæknir, Ólafur Ólafsson, telur
brýnt að koma á framfæri við stéttina.
Annað sem þessi ritstjórn tók upp á
og hefur reynst langlíft er að hún hóf
útgáfu á fylgiritum Læknablaðsins. Þar
er augum beint að ítarefni um tiltekna
sjúkdómsflokka, minningum um eldri
lækna eða sögulegum greinum, nú eða
efni sem varðar stéttina á annan hátt.
Sú aukaútgáfa hófst árið 1977 og er enn í
góðum gangi, fylgiritin orðin vel á ann-
að hundrað talsins.
Fyrsta fylgiritið fjallar um siðaregl-
ur lækna. Þar eru birtar umræður sem
urðu á Læknaþingi sem fjallaði um þær.
Af því tilefni er rétt að enda þessa grein
með eftirfarandi hugleiðingum eftir
Árna Björnsson lækni:
„Þó íslenskir læknar virðist harla
tómlátir um sinn Codex, eru þeir áreið-
anlega ekki ver siðaðir en aðrir læknar
og skýringin mun fremur sú, að þeir
hafa litla tilhneigingu til umræðna
um afstæða hluti, hvort sem það svo er
vegna þess að læknisfræðinámið hér
vængstýfir andann, eða það er vegna
þess, að vængstýfðir andar leiti öðrum
fremur í læknanám.“
sem hin endalausa útfylling eyðublaða
og skýrslna lagði á þá. Mín tilfinning
er sú að sá draumur hafi ekki ræst sem
skyldi, enn heyrast kvartanir um að
skriffinnskan sé ekki síður tímafrek nú
en meðan sjálfblekungurinn var eina
vopnið í þeirri eilífu baráttu.
Og talandi um tölvutækni þá bland-
aðist hún inn í prentsmiðjuumræðuna
því auk prentunar innihélt tilboð Dan-
anna tölvuvinnslu á öllu félagatali ís-
lenskra lækna. Þá fannst nú sumum
skörin færast upp í bekkinn því óráðlegt
þótti að geyma tölvuupplýsingar um
íslenska menn á erlendri grund. Ekki
fylgir sögunni hvort slík útvistun átti
sér nokkurn tímann stað, ég held þó
ekki. Íslenskum forriturum og læknum
óx fiskur um hrygg og til urðu umdeild
forrit til skýrsluhalds lækna. En það er
önnur saga.
Eitt hafðist þó upp úr krafsinu
snemma á þessum áratug: það komst
meiri regla á útgáfuna. Það sést meðal
annars á því að stjórn LÍ sá ástæðu til
að hrósa Læknablaðinu fyrir að hafa tek-
ist að koma slíkri reglu á og að það hafi
leitt til þess að ekkert efni bíði birtingar.
Þetta má sjá á því að árið 1975 komu út
þrjú blöð sem merkt voru 1.-4. tbl., 5.-8.
tbl. og 9.-12. tbl. Þegar leið á áratuginn
var komin á sú regla að blöðin voru 10
á ári og heildarblaðsíðufjöldinn hafði
aukist úr um það bil 200 í rúmlega 300
á ári. Eftir þetta verður útgáfan mun
reglulegri.
Leiðarar koma og fara
Efni blaðsins er eins og áður í allgóðu
samræmi við það sem hrjáir lands-
menn. Nýir skaðvaldar fá sínar greinar,
eins og sjá má af fyrirsögn greinar eftir
Sigurð H. Richter: „Bit á mönnum af
völdum staraflóar, rottuflóar og rottu-
maurs“ og fylgdu ógnvekjandi myndir
af þessum bitvörgum. Stöku blöð eru
eins og greinaflokkar um skyld málefni.
Til dæmis blaðið þar sem fjallað er um
ofnotkun róandi lyfja og svefnlyfja, til-
raunir til að fækka ávísunum á slík lyf,
auk langrar greinar um „sjálfsmorð“ á
Íslandi sem ritstjórn leggur út af í leiðara
blaðsins.
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 385
Læknablaðið hóf snemma að birta
greinar þar sem greint var frá niður-
stöðum rannsókna sem sýndu fram á
skaðsemi tóbaksreykinga. Þegar Al-
þingi setti tóbaksvarnarlög árið 1984
var þeim áfanga fagnað með birtingu
þessarar ljósmyndar á forsíðu 5. tölu-
blaðs þess árs.
„Í frétt frá ritstjórn árið 1979 segir frá
því að danskur ráðgjafi hafi tekið þátt
í „gagngerðri endurskoðun“ á rekstri
blaðsins. Hafnar séu viðræður við Dani
um að taka að sér prentun blaðsins
og öflun auglýsinga frá alþjóðlegum
lyfjafyrirtækjum. Inn í þessar umræður
blandast svo tölvuvæðingin sem er
mikið til umræðu þessi misserin.“