Læknablaðið - 01.07.2024, Side 36
Svæfingar fyrir 110 árum
Kristinn Sigvaldason
yfirlæknir á gjörgæsludeild
Landspítala í Fossvogi
Í fyrsta árgangi Læknablaðsins 1915 var birt grein Ólafs Lár-
ussonar læknis um svæfingar með klóretyl. Í greininni ræðir
hann notkun á þessu rokgjarna efni til innleiðslu svæfingar,
en það hafði aðallega verið notað útvortis til frystingar á húð
og þar með deyfingar til að hægt væri til dæmis að stinga á
og tæma út ígerðir.
Ólafur mælir með því að efnið sé látið drjúpa í grisju
framan við vit sjúklings og þannig til innöndunar. Með þessu
var hægt að framkalla mók í nokkrar mínútur, en sjúklingur-
inn gat fengið kippi við áreiti. Læknirinn þurfti að hafa
hraðar hendur þar sem áhrifin vöruðu ekki lengi og gjarnan
þurfti einhvern til að halda sjúklingnum á meðan á inngripi
stóð og jafnvel gefa meira af efninu. Með þessu var til dæmis
hægt að opna kýli, leiðrétta beinbrot og draga tennur. Kallar
hann þetta hálfsvæfingu, sem einnig væri notuð sem inn-
leiðsla fyrir klóróform- og eter-svæfingar, sem virðast hafa
verið notaðar hér á landi á þessum tíma. Kveðst hann hafa
góða reynslu af þessari aðferð, hún sé hættulaus og mælir
með henni. Samkvæmt hans lýsingu voru sjúklingar fljótir að
jafna sig á eftir og aðferðin myndi henta vel í „sveitapraxís“.
Halda þurfti sjúklingum niðri
Mikinn fróðleik um fyrstu svæfingar og þróun þeirra hér á
landi er að finna í bók Jóns Sigurðssonar, Svæfingar á Íslandi
í 150 ár, sem gefin var út 2010. Einnig má finna fróðleik í rit-
stjórnargrein Ólafs Jónssonar í Læknablaðinu 1996 um svæf-
ingar í 150 ár. Lyf til að slæva fólk, svo sem klóretyl, klóró-
form og eter, voru talsvert notuð hér á landi á þessum tíma
en ekki hættulaus og dauðsföll komu fyrir.
Lýst var að margir sjúklingar urðu órólegir og þurfti
gjarnan einhver að halda þeim meðan inngrip fór fram. Al-
gengt var að sjúklingar fengju bláma og gátu verið mjög lengi
að jafna sig. Í bók Jóns er lýst fyrstu svæfingu hér á landi
1856, sem gerð var með klóróformi til að fjarlægja sull. Þetta
var einungis 10 árum eftir að fyrsta svæfing fór fram í Boston
og nokkuð merkilegt miðað við að Ísland var talsvert ein-
angrað á þessum tíma.
Keisararaskurður með klóróformi
Fyrsti keisaraskurður á Íslandi var gerður 1865 með klóró-
formi. Aðgerðin tók 5 mínútur og gekk vel, en daginn eftir
fékk konan mikinn hósta og sótthita sem fór versnandi og
lauk með andláti hennar. Læknar notuðu öll ráð til að hjálpa
sjúklingum sínum en ekki var mikið í boði. Yfirleitt gerðu
læknar inngrip í heimahúsum og höfðu litla aðstoð. Yfirleitt
var það einhver heimilismaður, vinnumaður eða jafnvel
presturinn sem hjálpaði til við svæfingu og hélt sjúklingnum
á meðan.
Ekki var gefið súrefni enda ekki fáanlegt á þessum tíma
og engin þekking á öndunaraðstoð ef eitthvað kom upp á. Í
einni heimild frá 1903 er sagt að til aðstoðar við klóróform-
svæfingu: „þurfi enga nema 3 óbrotna menn, sem mega vera
svo vitlausir sem vera skal (einn heldur fótum, annar höfði
eða svæfir, þriðji rjettir lækni hjálparhönd ef þess þarf“.
Greinilegt er á lýsingum frá þessum tíma að þetta var ekki
hættulaust og dauðsföll voru tíð, enda ekki gripið til þessara
svæfinga nema ástand væri alvarlegt.
Læknanemar án þjálfunar nýttir
Svæfingar hafa þróast mikið þessi 110 ár. Svo virðist sem all-
margar skurðaðgerðir hafi verið gerðar hér á landi á fyrstu
áratugum síðust aldar, þá yfirleitt með notkun þessara lyfja,
klóretyls, klóróforms og eters til að sljóvga sjúklinginn. Með
tilkomu læknakennslu voru læknanemar oft notaðir til að
svæfa og oft án nokkurrar þjálfunar eða kennslu. Margir hafa
lýst þessu í endurminningum sínum. Menn áttuðu sig með
tímanum á að það þurfti sérþjálfaða lækna til að sjá um svæf-
ingar við skurðaðgerðir, þar sem fylgikvillar voru algengir
og aðferðirnar voru ekki hættulausar.
Það var þó ekki fyrr en á sjötta áratug síðust aldar sem
fyrstu íslensku læknarnir öðluðust sérfræðiviðurkenningu í
faginu, en það voru Elías Eyvindsson, Þorbjörg Magnúsdótt-
ir, Alma Þórarinsson og Valtýr Bjarnason. Í framhaldinu urðu
miklar framfarir í svæfingum líkt og í nágrannalöndum okk-
ar. Um 1960 var byrjað að barkaþræða sjúklinga við skurðað-
gerðir og þannig var hægt að gera stærri og lengri aðgerðir.
Auk þess var þá hægt að taka til aðgerðar eldri sjúklinga með
margvísleg heilsufarsleg vandamál, nokkuð sem erfitt var að
gera fyrir þann tíma.
Upphaf gjörgæslulækninga
Á sjötta áratug síðustu aldar, þegar mænuveikifaraldur geis-
380 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110