Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 8
Leitað er eftir kraftmiklum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á framþróun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Staðan er laus
frá 1. nóvember 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar
sem 470 manns starfa á 14 starfsstöðvum. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna
sem sækja Austurland heim. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu,
þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Framkvæmdastjóri lækninga er yfirmaður allrar læknisþjónustu
stofnunarinnar og ber faglega ábyrgð á þeirri þjónustu sem
heyrir undir hann skv. skipuriti HSA. Hann skipuleggur,
samræmir og hefur umsjón með mönnun og framkvæmd
læknisþjónustu. Situr í framkvæmdastjórn og ber ábyrgð á
áætlunargerð, rekstri og þjónustu. Vinnur að stefnumótun
markmiðasetningu, árangursmælingum og hefur frumkvæði
að umbótum. Hefur umsjón og eftirlit með gæðamálum
og sýkingarvörnum og fræðslu og kennslu læknanema. Er
leiðandi í þverfaglegri teymisvinnu innan HSA og við aðrar
heilbrigðisstofnanir. Möguleiki er að framkvæmdastjóri lækninga
geti sinnt klínísku starfi í hlutfalli eftir nánara samkomulagi.
Hæfniskröfur
• Skilyrði er að viðkomandi sé með fullgild réttindi sem læknir með
sérfræðimenntun og íslenskt starfsleyfi.
• Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu
er æskileg.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, áreiðanleiki og metnaður til að ná
árangri í starfi er skilyrði.
• Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskipta- og
samstarfshæfileikar er skilyrði.
• Reynsla af mannauðsmálum er æskileg.
• Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu er æskileg.
• Reynsla af stefnumótun og umbótaverkefnum er æskileg.
• Staðgóð þekking á íslensku heilbrigðiskerfi og lagaumgjörð
skilyrði.
• Íslensku kunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.
Framkvæmdastjóri lækninga
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn þarf að fylgja ítarlegar og staðfestar upplýsingar um nám og fyrri störf ásamt afriti af starfsleyfum og prófskírteinum.
Umsóknum fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Skv. 36 gr. laga um heilbrigðisþjónustu
nr. 40/2007 metur stöðunefnd lækna faglega hæfni umsækjanda. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggir ákvörðun um
ráðningu á innsendum gögnum, umsögn stöðunefndar, viðtölum og umsögnum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af
jafnréttisstefnu HSA.
Eyðublað sem þarf að fylgja umsókn er á vef Embætti landlæknis
Sótt er um starfið rafrænt á www.hsa.is eða á starfatorgi.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.07.2024
Nánari upplýsingar veita:
Guðjón Hauksson – gudjon.hauksson@hsa.is -
Þórarna Gró Friðjónsdóttir – thorarna.g.fridjonsdottir@hsa.is