Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 357 R A N N S Ó K N Umræða Reiknað er með að fjölgun krabbameinstilfella á Íslandi fram til ársins 2040 verði milli 53% og 57%. Hærri talan miðar við að aldursbundið nýgengi af 100.000 persónuárum haldist óbreytt frá árinu 2022, en í þeirri lægri er leiðrétt samkvæmt NORD- PRED.21 Munurinn er fjögur prósentustig. Sú aðferð sem beitt er við gerð íslensku spárinnar sameinar notkun tveggja fyrir- liggjandi aðferða við gerða nýgengisspáa, en er hér aðlöguð að þróun nýgengis lungnakrabbameins á Íslandi. Spáð er mikilli fjölgun krabbameinstilfella á öllum Norðurlöndunum til ársins 2040, eða 41% í Noregi, 24% í Svíþjóð, 23% í Danmörku og 21% í Finnlandi, en samkvæmt spánni verður hlutfallsleg aukning mest á Íslandi, sem má rekja til þess að Íslendingar eru yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin er hlutfallslega stærri hér á landi. Spá um fjölda þeirra sem eru á lífi eftir krabbameinsgrein- ingu á Íslandi er nýnæmi og voru aðferðir við gerð spárinnar þróaðar fyrir þessa grein. Spárnar gefa til kynna að í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25-30 þúsund. Það er mikil fjölgun frá því sem nú er, eða 40-76% aukning.1 Sumir þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins eru enn í meðferð, aðrir í eftirliti og hluti þeirra er læknaður, en mögulega með síðbúnar eða langvinnar aukaverkanir vegna sjúkdóms og meðferðar. Vegna mikillar fjölgunar tilfella má ætla að fjölgi í hópi þeirra sem eru í meðferð og eftirliti á hverjum tíma, en framfarir í læknavísindum vekja vonir um að fleiri læknist en áður. Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Huga þarf að því að tryggja nægilegan fjölda heilbrigðis- starfsmanna með sérþekkingu á meðferð krabbameina, lyfjum, tækjabúnaði, húsnæði til að veita þjónustu, og nýjum þjón- ustuúrræðum eins og fjarheilbrigðisþjónustu. Jafnframt er ljóst að huga þarf að öllum þjónustustigum og byggja upp net til að veita krabbameinsþjónustu um allt land. Þar sem um sérhæfða þjónustu er að ræða þarf að tryggja að öflugt samstarf sé á milli allra þeirra sem koma að þjónustu við einstaklinga með krabbamein á Íslandi. Ekki er síður mikilvægt að auka enn frekar samstarf við erlend sjúkrahús og alþjóðleg net krabba- meinsmiðstöðva til að tryggja aðgengi íslenskra sjúklinga að nýjustu meðferðum og rannsóknum. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta jafnframt verið leið- Mynd 3. Hlutfallsleg aukning í fjölda krabbameinstilfella á Norður- löndunum til og með 2040 (öll mein og bæði kyn), miðað við óbreytt nýgengi úr NORDCAN (2018-2021) og spá um mannfjölda frá Norrænu ráðherranefndinni. Mynd 4. Fjöldi lifenda, öll mein, bæði kyn saman á Íslandi. Lifendur eru allir þeir sem hafa greinst með krabbamein og eru á lífi (læknaðir eða lifa með sjúkdómnum) í lok árs.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.