Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 367
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
F R É T T I R
Eiríkur Jónsson
sæmdur
fálkaorðunni
Góður undirbúning er
mikilvægur, fá ráð hjá
stéttarfélagi, vera viðbú-
in mótbárum og að rita
fundargerðir, sagði Jó-
hanna Guðrún Pálmadótt-
ir, barnalæknir á Landspít-
ala, þegar hún gaf ráð í
erindi sem hún hélt ásamt
barnalæknunum Helgu
Elídóttur og Berglindi
Jónsdóttur á hádegisfundi
fyrir félagsfólk BHM.
Fundurinn var um rétt
fólks til upplýsinga um laun samstarfsfólks frá vinnuveitenda sínum.
„Einn tilgangur þess að fjalla um okkar mál í Læknablaðinu var að fanga athygli
fleira fólks sem væri í sömu stöðu og við,“ sagði Jóhanna á fundinum.
Barnalæknarnir þrír ræddu hvernig þær hefðu varpað ljósi á launamun kynj-
anna á Barnaspítalanum með upplýsingaöflun og samtölum við samstarfsmenn,
og hvernig þær þurftu svo að grafa í upplýsingunum sem bárust. Þær töluðu um
hvernig þær gáfust ekki upp, hvernig þær fengu fund til sátta eftir að hafa afhent
forstjóra kæru ætlaða Kærunefnd jafnréttismála. Hún hafi ekki verið send eftir
fundinn.
Þær töluðu um helstu hindranirnar á veginum; samskipti við kjaradeild og
mannauðsdeild, hvernig villt hafi verið um fyrir þeim með tölum og sömu gögn
sýnd endurtekið. Ferlið hafi valdið óróleika innan vinnustaðarins, Landspítala.
Mál sem þær ræddu við Læknablaðið í apríl.
Á fundinum nefndu þær hvernig þær hefðu upplifað sig opna Pandórubox.
Margt hafi komið fram, ekki aðeins of lág laun þeirra. Spítalinn fari nú ofan í
saumana á því.
Barnalæknarnir fóru yfir
launamismuninn með BHM
Eiríkur Jónsson yfirlæknir þvagfæra-
skurðlækningadeildar Landspítala,
var á þjóðhátíðardaginn sæmdur
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir framlag til þvagfæraskurð-
lækninga og heilbrigðisþjónustu.
Eiríkur var einn sextán Íslendinga
sem fengu riddarakrossinn að þessu
sinni. Eiríkur útskrifaðist úr lækn-
isfræði árið 1984 og með almennt
lækningaleyfi tveimur árum síðar.
Hann nam þvagfæraskurðlækningar
í Bandaríkjunum. Hann var ráðinn
yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga-
deildarinnar 2001.
Stjórnir norrænu læknafélaganna hvetja
ríkisstjórnir landa sinna til að krefjast
þess að alþjóðlegum mannúðarlögum sé
framfylgt án undantekninga á Gaza.
„Drápum og limlestingum óbreyttra
borgara, þar á meðal heilbrigðisstarfs-
manna, verður að linna strax. Við hvetj-
um til vopnahlés án tafar og lausn allra
gísla, segir í ályktuninni frá 13. júní.
„Næg mannúðaraðstoð verður að berast
til Gaza án tafar til að tryggja að engir
almennir borgarar þjáist eða deyi vegna
ofþornunar, hungurs eða skorts á skjóli
eða heilsugæslu. Leita þarf allra leiða
til að endurreisa starfhæft heilbrigð-
iskerfi.“
Stjórnirnar ítreka stuðning sinn við
ályktun Alþjóðalæknafélagsins, WMA,
um að standa vörð um heilsugæslu á
Gaza, sem samþykkt var á 226. fundi
WMA ráðsins í Seúl, Kóreu, 20. apríl
2024. Steinunn Þórðardóttir, formaður
Læknafélags Íslands ritar undir álykt-
unina eins og formenn sænska, norska,
finnska og danska félagsins gera.
Félögin eru ekki þau einu sem tjá sig.
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði um miðjan
júnímánuð að eyðileggingin á Gaza og
mannfallið meðal palestínsku þjóðarinn-
ar væri „án hliðstæðu.“ Hann sagði og
að hann hefði ekki upplifað annað eins
í starfi sínu. Leiðtogar G7-ríkjanna bæru
sérstaka ábyrgð á ástandinu.
Um miðjan júnímánuð fordæmdi
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vaxandi
heilbrigðisógn á Vesturbakkanum. Of-
beldi hefði aukist, ferðafrelsi skert og
atlögur verið gerðar að innviðum heil-
brigðiskerfisins. „Stofnunin krefst um-
svifalausra umbóta,“ sagði í frétt RÚV
og að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segði
heilbrigðisstarfsfólk aðeins hafa fengið
helming launa sinna í næstum ár. 45 af
hundraði brýnna lyfja og lækningavara
sé uppurið á sjúkrahúsum, sem rekin
eru með 70% afköstum.
Eiríkur Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson forseti á
Bessastöðum þann 17. júní. Mynd/forsetaembættið
Jóhanna, Berglind og Helga, barnalæknarnir þrír, sem bentu á launamun
á Barnaspítalanum og fengu leiðrétt, héldu erindi um baráttu sína á há-
degisverðarfundi BHM. Mynd/skjáskot
Stöðva þurfi drápin
og endurreisa
heilbrigðiskerfið
Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti
orðuna og má búast við að þessar verði
með þeim síðustu ef ekki síðustu, þar
sem forsetaskipti verða síðar á árinu.