Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 30
374 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110
Elínborg Bárðardóttir er yfirlækn-
ir Héraðsvaktarinnar sem rekin er af
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Vaktin sinnir ekki aðeins lögreglunni,
heldur einnig Droplaugarstöðum og
Seljahlíð, sem og fangelsinu á Hólms-
heiði.
„Þetta er óvenjulegt læknisstarf.
Maður kynnist öðrum hliðum samfé-
lagsins og það er mjög áhugavert,“ segir
Elín borg sem kom fyrst á vaktina um
aldamótin en hefur nú stýrt henni frá
ársbyrjun 2023 þegar hún tók við af Stef-
áni B. Matthíassyni. Hún hefur sambæri-
lega upplifun og Sveinn af þróuninni.
„Það er orðinn miklu harðari fíkni-
efnaheimur hér á landi og meira um
þessi fjörutíu ár? „Meira hefur verið
um eiturlyfjatengda hluti seinni árin.
Klárlega. Í byrjun voru fyllibyttur fyr-
irferðarmeiri. Það var ekki mikið um
efnamisnotkun en með henni fórum við
vaktlæknar að sjá meira af ömurlegum
andlátum ungs fólks. Svo var algengt að
fólk með geðrænan vanda var líka með
fíknivanda. Ég held að þetta sé hluti af
breyttu mannlífi.“
Elínborg Bárðardóttir stýrir Héraðsvaktinni sem
rekin er af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Mynd/gag
Reyndir læknar á héraðsvaktinni
Sveinn á fyrstu árum sínum á bakvakt, kallaður til
þegar lögreglan þurfti aðstoð.
V I Ð T A L
En saknar hans spennunnar? „Nei, ég
vissi að nú væri komið nóg. Ég hef verið
í góðum félagsskap. Eins þegar ég hætti
eftir 20 ár í ráðuneytinu. Ég var búinn
undirbúa mig andlega. Ég hef verið að
skrifa og kenna. Það er ekki tómarúm og
ég tek þessum breytingum með jákvæðni
og hugarfarinu að njóta dagsins.“
dauðsföll tengdum fíkn en þegar við
vorum að byrja. Við sjáum skýr merki
um ópíóíðafaraldurinn,“ segir hún og
tekur undir orð Sveins. „Nauðungarvist-
anir eru þó að mörgu leyti það erfiðasta
við þetta starf og þegar lögreglan kallar
lækna til þar sem fólk er í geðrofi.“
Allt eru þetta heimilislæknar á vakt-
inni. Hún sakni jú Sveins. „Jú, það er
svo mikilvægt að hafa svona reynslu-
bolta með sér. Ég þurfti oft að leita til
Sveins í upphafi og þegar ég var að taka
við og upp komu spurningar, Stefáns
Matthíassonar einnig. Allt eru þetta
reyndir heimilislæknar á vaktinni. Þeir
sem eru núna er fólk sem hefur unnið í
heilsugæslunni. Það reynir á samskipti.
Þeir koma að erfiðum málum. Bæði fólki
í vanda og aðstandendum í áfalli. Maður
ber mikla virðingu fyrir lögreglunni eft-
ir að hafa unnið þetta starf.“
10.1 á r g a n g u r
1 9 1 5 - 2 0 2 4 Til hamingju með Læknablaðið