Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 32
376 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110
PMS, PMDD og breytingaraldur; orsak-
ir og leiðir til að bæta þar úr, um lyf og
áhættur af lyfjum fyrir fagfélög, kvenfé-
lög og jafnvel á mömmumorgnum, svo
eitthvað sé nefnt, allt án endurgjalds en
auk þess á vísindaþingum hérlendis og
erlendis.”
Tímaritið Áfangar í sex ár
Arnar sýnir mér nokkra árganga af
Áföngum, tímariti Félag íslenskra kven-
sjúkdómalækna (FÍK), en hann stofnaði
til þess, ritstýrði og gaf út í nokkur ár.
„FÍK var eina félagið á Norðurlöndum
sem ekki gaf út eigið tímarit. Ég var þá
ritari í stjórn FÍK og ákvað ganga í að fá
það skráð með alþjóðlegu ISBN-númeri á
Landsbókasafninu. Ég gaf það út í nafni
FÍK í 6 ár án árgjalds eða kostnaðar fyrir
kollega, en fékk upp í kostnað með sölu
auglýsinga og greiðslu frá styrktaraðil-
um,“ lýsir hann.
„Ég dreifði því til allra kollega á
landinu, sem og allra fagfélaga á Norð-
urlöndum, auk Landsbókasafnsins. Til
heiðurs þeim félögum í FÍK sem voru
breskmenntaðir, sendi ég alltaf eintak
til Royal College í Bretlandi. Þarna var
gerð grein fyrir því sam var helst nýtt í
faginu, upplýsingar um nýja meðlimi og
kynning á útgáfu rita og doktorsvarna
Íslendinga, auk efnis frá meðlimum,“
lýsir Arnar.
„Þá var mikilvægt að þarna var jafn-
framt aðgengileg stutt frásögn allra með-
lima um hvað gerðist á fundum hinna
ýmsu nefnda sem félagar í FÍK sátu í
hjá NFOG, European college og FIGO,
Alheimssamtökum fæðinga og kvensjúk-
dómalækna. Skipuð var ritnefnd þegar
ég hætti útgáfunni en blaðið kom aldrei
út aftur eftir það.“
Arnar telur mikilvægt fyrir svo lítið
félag sem FÍK að vera áberandi í alþjóð-
legu samstarfi. „Þannig fáum við stuðn-
ing til fræðslu og aðgang að hátt skrif-
uðum erlendum stofnunum fyrir yngri
félaga okkar sem vilja komast í endur-
menntun og doktorsnám.”
Arnar var yfirlæknir Miðstöðvar
Mæðra deildar á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og undirbjó stofnun henn-
ar með yfirlæknum og ljósmæðrum
Kvennadeildar, þar var fremstur prófess-
or Reynir Tómas Geirsson, og vann þar
frá stofnun 2001 til 2010.
„Miðstöð Mæðraverndar kom á árleg-
um endurmenntunarnámskeiðum fyrir
lækna, ljósmæður og annað fagfólk. Þá
tók miðstöðin þátt í útgáfu fyrstu sam-
ræmdu vinnureglna um eftirlit og með-
ferð þungaðra kvenna, í samvinnu við
sérfræðinga kvennadeildar og ljósmæð-
ur auk margra fagaðila og undir stjórn
Arnar Hauksson, fæðinga-og kvensjúkdómalæknir, er
svo sannarlega brautryðjandi í læknastéttinni og lýsir
helstu baráttumálunum á ferlinum.
Mynd/HS
„Þetta er margflókið fag og krefst
algjörs trúnaðar og opinna samskipta
á báða bóga, eigi vel að fara. Annars
næst ekki tilætlaður árangur.“
V I Ð T A L
landlæknis. Þetta hafði vantað lengi,”
segir Arnar.
Arnar var skipaður formaður í nefnd
samkvæmt lögum frá 1975 um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaðgerðir og
gegndi formennsku í 18 ár. Hann kveðst
sérstaklega ánægður með úttekt Um-
boðsmanns Alþingis en þar var nefndin
sögð sú opinbera nefnd sem hefði skjót-
ustu úrlausn erinda og stystan biðtíma.
„Við vorum sérstaklega stolt af þessari
umsögn.”
Stofnuðu Neyðarmóttökuna
Þá er komið að þeim kafla í starfssögu
Arnars sem hann kveðst einna stoltastur
af, að hafa tekið þátt í stofnun Neyðar-
móttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
„Við vorum þrjú sem mynduðum
átakshóp, Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Halla Tulinius og ég, til að kynna fyrir
dómurum, lögmönnum, læknum og al-