Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 28
372 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 V I Ð T A L Sveinn Magnússon starfaði í fjörutíu ár á bakvakt eftir að daglegu starfi var lokið, sem hann sinnti lengst í heilbrigðisráðuneytinu. Hann stökk í útköll við óvænt andlát eða þegar glæpir voru framdir. „Við fáum iðulega innsýn í dapurlegar kringumstæður,“ segir Sveinn sem kynntist annarri hlið á landsmönnum á bakvakt héraðsvaktarinnar. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Lærði að meta betur lífið með bakvaktinni „Þetta starf er eins og annað. Það venst en það tekur samt sinn tíma. Sumt gat verið mjög dramatískt og ekki beint fyr- ir augað. Allskonar aðstæður sem voru bæði erfiðar og sorglegar,“ lýsir Sveinn fjörutíu árunum bakvaktinni, sem í byrjun tilheyrði borgarlækni, en seinni árin Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins. Læknarnir á þessari bakvakt starfa í nánu samstarfi við lögregluna og eru kallaðir til þegar óvænt andlát verða, oft til að skoða gerendur í ofbeldismálum. Mikil ró er yfir Sveini Magnússyni þegar Læknablaðið hittir hann í reisu- legu timburhúsi hans við Tjörnina í miðborginni. Niður borgarinnar berst ekki inn. Þar prýða bækur stofuveggina. Sveinn hætti á héraðsvaktinni um ára- mótin eftir árin fjörutíu. Það var ekki aðalstarfið hans, heldur starfaði hann lengst sem skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Sveinn er nú yfirkennari við Ferðamálaskóla Íslands og ritar sögu tóbaksvarna fyrir Krabbameinsfélagið. Sveinn lýsir því hvernig starfið hafi þróast og hann sogast inn í það og það fylgt honum þegar hann var kominn í skrifstofuvinnu í ráðuneytinu. „Ég hafði lauslega vitneskju um starfið vegna þess að tengdafaðir minn var aðstoðar- borgarlæknir í mörg ár. Svo gerist það að ég kem heim úr námi 1983 og er þá kallaður til starfa á vaktinni,“ lýsir hann léttlega. „Við ætluðum tveir læknar að opna nýja heilsugæslu í Garðabæ og ég vann við afleysingar á nýrri heilsugæslustöð miðbæjar. Svo á fyrstu vikunum hringir Guðjón heitinn Magnússon aðstoðar- landlæknir í mig og segir að ég verði að taka þessa vakt næstu daga. Þannig byrjaði þetta.“ Þeir hafi verið þrír í mörg, mörg ár. Sveinn útskrifaðist sem læknir árið 1976 og lauk heimilislækna- og lyflækna- sérnámi í Svíþjóð árið ‘83. Kona hans, Kristín Bragadóttir, er doktor í sagn- fræði og var forstöðumaður þjóðdeildar Þjóðarbókhlöðunnar. Tvö fjögurra barna þeirra eru læknar. Sigríður er háls-, nef- og eyrnalæknir. Magnús er æðaskurð- læknir. Barnabörn orðin átta. Staðfesti andlát í heimahúsi Sveinn lýsir því hvernig læknar á héraðs- vaktinni sinni læknisskoðunum fyrir lögregluna; alvarlegum líkamsárásum og morðum. Ferlið hafi þróast með tím- anum, aðallega ítarleg skoðun á fórnar- lömbum og gerendum. „Taka þurfti sýni af hári og blóði og ganga frá því á ákveðinn máta. Skrá hverja rispu og klór, gera skýrslu og mæta fyrir dómara. Þetta tilheyrði þessari vakt. Það var eitt og annað sem lögreglan þurfti aðstoð með og hún skipu lagði læknisskoðunina.“ Í seinni tíð hafi þess verið gætt að gerandi og fórn- arlamb myndu ekki hittast. „Við gengum frá sýnunum á ákveð- inn máta og afhentum lögreglunni áverka skýslu. Fyrst teiknuðum við þetta upp en svo var farið að mynda áverka þegar leið á. Við læknarnir gátum þurft að standa fyrir svona skýrslu fyrir fleiri en einu dómstigi,“ lýsir Sveinn. Stór mál, lítil. „Já, sumt situr í mér. Eins og vöggudauði barna. Við gerðum ekki annað í svoleiðis tilvikum en að staðfesta andlátið. Það var byrjunin á því sem á eftir kom,“ segir hann rólega. Sveinn lenti í stórslysum, eins og flug- slysum. Hann var einnig á vaktinni til að skoða grunaða þegar grænlenskur togari kom í land með morðingja ungrar konu. „Þetta er heilmikil vinna og mjög mikil-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.