Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 373 vægt að skila af sér vönduðum skýrslum og gera góðar skoðanir. Þær eru gerðar á lögreglustöðinni,“ lýsir Sveinn. Erfiðar kringumstæður á heimilum hafa mætt honum. Jafnvel löngu látið fólk. „Þetta eru einstæðingar, ömurleg- heit í sambandi við veikindi, sem blasa við öllum,“ segir Sveinn. Fjölbreyttur ferill Þótt heilbrigðisráðuneytið hafi haldið lengst í Svein og fram að sjötugu, á hann fjölbreyttan feril. „Ég var yfirlæknir nýrrar heilsugæslu í Garðabæ í fimmtán ár. Líka héraðslæknir Reykjaneshéraðs. En þessar borgarlæknisvaktir mínar tók ég aldrei í dagvinnu. Ég gat verið í annarri vinnu. Þetta voru kvöld, nætur og helgar.“ Stundum lítið að gera. Stund- um mikið. En setti hann sig í ákveðnar stellingar fyrir vaktina? „Já, en það má öllu venjast. Maður brynjar sig upp. En ég byrjað á tíma þegar ekki voru áfallateymi. Ég var búinn að taka kandídatsár, vera í héraði, í útlöndum og búinn að sjá margt. Þú hefur þitt fag til að verja þig. Mjög vont að taka ekki til sín þessar kringumstæð- ur, en það venst eins og annað. Svo fer maður heim að sofa.“ Barnsmissir hefur vakið upp mestu sorgina innra með honum. „Ef ég kom þar sem einstæð móðir hafði misst eina barnið sitt vöggudauða. Ég skynjaði hvað fyrirvaraleysið gat verið grimmt,“ segir hann. Nauðungarsviptingar hafi einnig tekið á. „Sú byrði féll á okkur og hún sat í manni.“ En hann hafi lært af starfinu. „Ég held ég hafi kunnað að meta lífið og börnin. En starf sem þetta setur vídd- ir sem maður má ekki taka of mikið til sín.“ Sveinn átti síðustu vaktina sína 11. desember síðastliðinn, daginn fyrir 75 ára afmælið sitt. Vaktin hefur þróast og breyst og nú sjá vaktlæknarnir einnig um læknisþjónustu á Droplaugarstöðum og Seljahlið. Hann horfir til baka. „Mér finnst þetta starf hafa gefið mér innsýn inn í samfélagið og mannfólkið. Það kom sér vel að hafa þessa vitneskju inni í ráðuneytinu. Mörg mál hjálpuðu við ákvarðanatöku og byggðu upp þekk- ingu. Það voru allir mjög glaðir að hafa þá þekkingu einnig innanhúss. Þetta voru ár sem ég hefði ekki viljað sleppa.“ En hver var þróunin í samfélaginu Sveinn Magnússon á heimili sínu. Stofan þakin bókum. Sumar frá tengdaföður hans, aðrar sem hann og Kristín konan hans hafa eignast í gegnum árin. Mynd/gag „Ég held ég hafi kunnað að meta lífið og börnin. En starf sem þetta setur víddir sem maður má ekki taka of mikið til sín.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.