Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 389 Ég var engan veginn viss hvaða sér- grein hentaði mér best þegar ég lauk námi mínu við Læknadeild Háskóla Íslands. Það var svo margt sem mér þótti áhugavert á meðan á náminu stóð og ekkert eitt sem stóð upp úr. Ég vildi halda nálægðinni og beinum samskipt- um við sjúklinginn, fremur en að stýra stofugangi. Mér þótti gaman að kafa í medisínskar ráðgátur og greiningar. Einnig þótti mér heillandi að vinna með höndunum að einföldum inngripum. Á meðan á kandídatsárinu stóð skipti ég í sífellu um skoðun eftir hvern stað, þangað til ég mætti á bráðamóttökuna á síðustu mánuðunum. Þar sá ég að allt það sem mér þótti skemmtilegast við hinar sérgreinarnar kristallaðist á bráðamóttökunni. Jafnframt er eitthvað einstakt við starfsanda bráðamóttökunn- ar, viljann til að gera gott úr hlutunum og vera tilbúin til að takast á við hvað sem kemur inn um dyrnar. Ég ákvað því að sækja um á bráða- móttökunni og hóf að lokum störf þar haustið 2016. Það var svo ári síðar, eða haustið 2017, sem nýtt formlegt sérnám í bráðalækningum var sett á laggirnar á Íslandi. Í gegnum árin hef ég því haft þann ómetanlega kost að fylgjast með þróun sérnámsins og leggja hönd á plóg við að festa það í sessi. Það vakti því stolt og mikla gleði þegar kollegi minn úr sér- náminu, Rosemary Lea Jones, varð fyrst til að útskrifast úr fullgildu sérnámi í bráðalækningum frá Landspítalanum í desember 2022. Ég fylgdi svo fast á eftir núna um vorið 2024. Stærsta hluta sérnámsins starfaði ég á Landspítalanum, auðvitað mest á bráðamóttökunni, en einnig um stund á lyflækningasviði, svæfinga- og gjör- Þórir Bergsson bráðalæknir Ung sérgrein í hröðum vexti gæsludeild og Barnaspítalanum. Fyrir- myndirnar voru margar, en einna helst ber að nefna Hjalta Má Björnsson, Sigur- björgu Bragadóttur og Ármann Jónsson. Síðustu tvö ár sérnámsins fóru svo fram við Royal Hobart Hospital í Tasmaníu, Ástralíu, en gerð er krafa um að hluti sérnámsins fari fram á erlendri grundu. Heimskt er vissulega heima- alið barn og það var ómetanleg reynsla að fara út. Bæði sá maður að flest sem gert er á Landspítala er sambærilegt við sjúkrahús erlendis, en jafnframt öðl- ast maður nýja og víðtækari sýn á þau vandamál sem við kljáumst við og lausn- ir á þeim. Ég skoðaði ýmsa möguleika, en það hafði þó alltaf verið draumur minn að vinna annað hvort í Nýja-Sjá- landi eða Ástralíu. Það var því sendur mýgrútur tölvupósta á sérfræðinga víða um Eyjaálfu og eftir nokkur viðtöl ákvað ég að taka starfstilboðinu frá Tasmaníu. Hobart er svipað stór borg og Reykja- vík og er RHH tertiert sjúkrahús fyr- ir um 500 þúsund manns á Tasmaníu allri. Bráðamóttakan þar er rómuð fyrir kennslu og naut ég góðs af því. Þarna S É R G R E I N I N M Í N B R Á Ð A L Æ K N I N G A R fékk ég ómetanlega reynslu í meðhöndl- un og uppvinnslu bráðveikra, ásamt því að leiða stóran hóp unglækna og stýra deildinni allri að nóttu til. Þessi ár voru yndisleg og hafa reynst gífurlega mót- andi fyrir mig, sem og fjölskyldu mína. Ég hefði aldrei getað þetta án stuðnings unnustu minnar og dætra, og á þeim allt að þakka. Nú þegar við erum komin aftur til Íslands lítum við til baka með söknuði og þökk, en jafnframt fram á við með opnari huga en áður. Ég byrjaði svo að vinna sem sér- fræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í apríl síðastliðnum. Við sérgrein minni blasa nú fleiri áskoranir en nokkru sinni áður. Þótt það sé oft erfitt, trúi ég því enn að okkar helsta vopn gegn hnignun heilbrigðiskerfisins sé óbilandi metnaður og vilji til að sinna okkar sjúklingum á máta sem er bæði öruggur og umhyggju- samur. Til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að endurskoða vinnu okkar allra frá grunni, því það þarf ekki gráðu í verkfræði til að átta sig á því að núver- andi ástand hreinlega virkar ekki. Þótt ég sé oft spurður að því, þá sé ég ekki eftir vali mínu á sérgrein og hvet alla þá sem íhuga bráðalækningar að láta metn- aðarleysi stjórnvalda ekki stöðva sig. Við eigum bara eftir að styrkjast og með hverju árinu komum við skýrara formi á starfsramma okkar og skyldur. „Ég hefði aldrei getað þetta án stuðnings unnustu minnar og dætra, og á þeim allt að þakka. Nú þegar við erum komin aftur til Íslands lítum við til baka með söknuði og þökk, en jafnframt fram á við með opnari huga en áður.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.