Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 22
366 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 Hlutleysi ekki sama og aðgerðaleysi „Hvað hefði heimurinn sagt ef Rússar hefðu drepið svo marga heilbrigðisstarfs- menn í Úkraínu?“ spurði Mads Gilbert, verðlaunaður norskur læknir og prófess- or emeritus, í sal Læknafélagsins þegar hann hélt þar erindi um ástandið á Gaza. Nærri 500 heilbrigðisstarfsmenn hefðu verið drepnir kerfisbundið. Tveir nánir samstarfsmenn hans pyntaðir. Annar þeirra dáið tíu dögum fyrir erindið. Gilbert er sérfræðingur í svæfinga- og bráðalæknum við Norðurskautsháskól- ann í Noregi og yfirlæknir á bráðamót- tökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö. Fundurinn var vel sóttur og haldinn af Læknafélaginu, Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga og Félagi sjúkrahúslækna. Gilbert talaði um jafnræði þegar kæmi að heilbrigðiskerfi. Norðurlandabúar hefðu það svo gott að þeir hugsuðu ekki út í að grunnstoðir samfélagsins séu ekki alltaf til staðar. Mikill tími færi í að bjarga hverjum og einum. Þannig væri það ekki á Gaza. Snúa verði mannlegum gjörðum „Við norrænir læknar gerum allt til að bjarga einu lífi, notum þekkingu okkar sem byggð er á vísindum til að bjarga einu lífi. Höfum það í huga þegar ég tala „Nú er tími aðgerða,“ sagði Mads Gilbert í sal Læknafélags Íslands. „Það er ekkert hlutleysi, þótt við læknar séum hlutlausir gagnvart sjúklingum okkar.“ Gilbert berst fyrir Gaza þar sem hann hefur oft starfað. Fyrst í byrjun níunda áratugarins og 2-3 sinnum á ári frá árinu 2006. Gilbert kom víða við hér á landi til að vekja fólk til umhugsunar um ástandið í Palestínu. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir um Gaza. Þetta er 100% manngert hörm- ungarástand,“ sagði Gilbert og sýndi óhugnanlegar myndir af afhöfðuðum eða gröfnum börnum í rústum samfé- lagsins. „Það er hægt að breyta þessu ástandi á einum degi, ef mannlegum gjörðum er snúið,“ sagði hann. „Sjö mánuðir eru liðnir frá því að átökin hófust samt eru óvopnaðir borgar- ar drepnir á hverjum degi,“ sagði Gilbert sem talaði ekki aðeins við lækna, heldur hélt einnig erindi á Akureyri, í Háskóla Íslands og settist í sett Kastljóssins. Hann lýsti hvernig innviðir palestínsks samfélags hefðu verið sprengdir burt; allir tíu háskólarnir skemmdir, kennslu- stofurnar horfnar, 250 ljóðskáld drepin, sjúkrahúsin óstarfhæf. Allt þetta gerist þrátt fyrir að alþjóðastofnanir haldi tölu um afleiðingarnar og ástandið þekkt. Læknar rótargreini ástandið „Ef horft er á þetta með augum lækna og hjúkrunarfræðinga er rétt að spyrja: Hvernig gat þetta gerst? Hvernig kom- um við í veg fyrir að þetta gerist aftur? Við [læknar] erum þjálfuð til að finna rótina. Þetta hefur gengið svona í 75 ár.“ Hann benti á orð Joyce Msuya, aðstoðar- framkvæmdastjóra mannúðarmála og staðgengils umsjónarmanns neyðarað- stoðar hjá Sameinuðu þjóðunum frá 12. maí. Hún sagði: „Stríðið á Gaza er sið- ferðisblettur á sammannlegri samvisku okkar.“ Mads er virkur í vísindastarfi og hefur skrifað vísindagreinar um áverka (trauma) með palestínskum sam- starfsmönnum á Gaza. Hann hefur einnig ritað tvær bækur; Eyes in Gaza og Natt i Gaza. Hann sagði ekki hægt að skilja stríðið á Gaza. „Þetta er ekki stríð milli Hamas og Ísraels. Þetta er árás á Palestínu og til- raun til að taka Gaza.“ Hann sagði lækna þurfa að tala skýrt gegn árásunum. „Við þurfum að segja: Ekki í mínu nafni.“ Mads Gilbert kom víða við á för sinni um landið. Hann talaði um átakanlegt ástandið á Gaza, þessar manngerðu hörmungar. Mynd/gag Gilbert hefur ritað tvær bækur og hér er önnur þeirra, Nótt á Gaza.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.