Læknablaðið - 01.07.2024, Blaðsíða 7
L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 351
Heilbrigðiskerfi eru dýr í rekstri og hlutfall heil-
brigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu er
jafnan hátt í vestrænum ríkjum. Framleiðni í heil-
brigðiskerfinu hefur verið ofarlega á baugi og hafa
tvær skýrslur verið unnar fyrir heilbrigðisráðu-
neytið á undanförnum árum um stöðu íslenska
heilbrigðiskerfisins,1,2 sú seinni árið 2020, unnin af
McKinsey ráðgjafafyrirtæki.
Í hagfræðilegum skilningi er framleiðni mæli-
kvarði á verðmætasköpun miðað við tiltekinn
framleiðsluþátt. Með öðrum orðum, hversu mikið
er hægt að framleiða af vöru eða þjónustu með
ákveðið magn af aðföngum. Samkvæmt skilgrein-
ingunni er því hægt að auka framleiðni með því
að framleiða meira af þjónustu með því að nota
sama magn af aðföngum (svo sem vinnuafli), eða
með því að framleiða sama magn af þjónustu með
minna magni af aðföngum.
Í sögulegum samanburði hefur framleiðni-
aukning í heilbrigðiskerfum heimsins verið minni
en í öðrum geirum.3,4,5 Árið 2015 kom hins vegar
út grein6 sem sýndi fram á framleiðniaukningu
hjá bandarískum sjúkrahúsum og voru þessar
niðurstöður á skjön við fyrri rannsóknir. Helsta
ástæðan var sú að rannsakendur notuðu heilsu-
tengdar útkomur, en ekki aðeins starfsemistengd-
ar breytur.
Í mörgum atvinnugreinum er augljóst hver að-
föngin og framleiðsluvörurnar eru sem mæla á.
Þegar talað er um framleiðni í heilbrigðiskerfinu
flækjast málin. Auðmælanlegar breytur, svo sem
læknaverk og innlagnir, eru oft notaðar sem út-
komur í framleiðnirannsóknum. Aðalmarkmið og
lokaafurð heilbrigðisþjónustu er hins vegar bætt
heilsa, en flókið getur verið að mæla slíkar útkom-
ur og setja á staðlað form.
Aðferðir hafa þó verið þróaðar til þess og í
nýlegri ástralskri skýrslu7 eru heilsutengdar út-
komur notaðar til að mæla framleiðni heilbrigð-
iskerfa. Niðurstöður benda til þess að framleiðni-
aukningin þar í landi hafi frekar verið knúin fram
með auknum gæðum í veittri heilbrigðisþjónustu,
heldur en meiri framleiðslu og/eða lægri kostnaði.
Skýrsluhöfundar nota alþjóðleg gögn og niður-
stöður skýrslunnar sýna að á árunum 2010-2019
var framleiðni í íslensku heilbrigðiskerfi sú hæsta
af 28 hátekjuþjóðum.
Skýrsla McKinsey um framleiðni í íslensku
heilbrigðiskerfi1 dregur upp örlítið aðra mynd
en sú ástralska. Mismunandi niðurstöður á milli
skýrslna skýrist af því að verið er að skoða ólíkar
útkomubreytur. Það sem er þó sammerkt í þessum
nýlegu skýrslum er það að íslenskt heil-
brigðiskerfi stendur framar mörgum
viðmiðunarlöndum.
Upplýsingar um framleiðni í heil-
brigðiskerfinu eru mikilvægar til þess
að forgangsraða takmörkuðum auð-
lindum. Nýlegar framleiðnimælingar,
þar sem tekið er tillit til lokaafurðar
heilbrigðisþjónustu, heilsunnar sjálfrar,
eru mikið framfararskref í fræðunum.
Nýlegar greiningar benda til þess að ís-
lenska heilbrigðiskerfið standi framarlega í alþjóð-
legum samanburði. Til þess að lágmarka kerfis-
læga sóun er þó nauðsynlegt að greina einstaka
þjónustuþætti og stýra heilbrigðiskerfinu þannig
að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað og á réttum
tíma.
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
„Skýrsluhöfundar nota alþjóðleg
gögn og niðurstöður skýrslunnar
sýna að á árunum 2010-2019 var
framleiðni í íslensku heilbrigðiskerfi
sú hæsta af 28 hátekjuþjóðum.“
doi 10.17992/lbl.2024.0708.798
Heilsuhagfræðileg nálgun á
framleiðni í heilbrigðiskerfinu
A health economic
approach to
productivity in the
healthcare system
Kristín Helga Birgisdóttir
doktor í heilsuhagfræði
Kristin Helga Birgisdottir
Ph.D. in Health Economics
Heimildir
1. Stjórnarráð Íslands, heilbrigðisráðuneytið. Aukin framleiðni og
gæði heilbrigðisþjónustu með nýju fjármögnunarkerfi og leiðbein-
andi viðmiðum. 2020, október.
2. The Boston Consulting Group. Health Care System reform and
short term savings opportunities. Iceland Health Care System
project. Heilbrigðisráðuneytið. 2011.
3. Cutler, DM. Where Are the Health Care Entrepreneurs? The
Failure of Organizational Innovation in Health Care. Innovation
Policy and the Economy. 2011;11:1–28.
4. Kocher R, Sahni NR. Rethinking health care labor. N Engl J Med.
2011;13:1370-2
5. Frakt AB. Making Health Care More
Productive. JAMA. 2275–2274:(23)322;2019.
6. Romley JA, Goldman DP, Sood N. US hospitals experienced
substantial productivity growth during 2002-11. Health Aff
(Millwood). 2015;3:511-8
7. Productivity Commission. Advances in measuring healthcare
productivity. Canberra, 2024.
Tvær nýjar, glæsilegar og fullbúnar skurðstofur, vöknun og góð
móttökurými. Allt með nýjasta búnaði sem uppfyllir allar kröfur,
viðurkennt af Embætti Landlæknis Íslands.
Hjá okkur er samhentur hópur fagfólks og umhverfi sem býður upp á
framúrskarandi heilbrigðisþjónustu.
Við höfum áhuga á að bæta við læknum í okkar raðir og hlökkum til að
kynna fyrir ykkur framúrskarandi aðstöðu og umhverfi.
info@laeknastofurreykjavikur.is
S: 551-1225
Efstaleiti 27C
Ágúst Birgisson
Lýta- og bæklunarlæknir
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K