Börn og menning - 2024, Page 7

Börn og menning - 2024, Page 7
5 b&m Á EFTIR Bókin sem hér er til umfjöllunar er framhald fyrri bókar Elísabetar Thoroddsen, Allt er svart í myrkr- inu (2022), sem tilnefnd var til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og Íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Fyrri bókina mætti kalla spennusögu þar sem Á EFTIR DIMMUM SKÝJUM Höfundur: Elísabet Thoroddsen Útgefandi: Bókabeitan 2023 Arngrímur Vídalín yfirnáttúrleg öfl gegna lykilhlutverki og að því marki heyrir hún einnig að nokkru leyti undir hryllings- bókmenntir jafnframt því að vera ungmennabók. Á eftir dimmum skýjum er beint framhald og í raun til lítils að lesa hana nema hafa lesið fyrri bókina. Ennfremur gæti það haft áhrif á væntingar lesanda að síðari bókin heyrir að uppistöðu til annarri bók- menntagrein, að þessu sinni með smávægilegu og í raun ónauðsynlegu yfirnáttúrlegu ívafi. Þetta kynni að valda einhverjum vonbrigðum, en bókin ætti ekki að þurfa að líða fyrir það. svörtu myrkrinu BÓKARÝNI

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.