Börn og menning - 2024, Blaðsíða 15

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 15
13 b&m Um 70% Íslendinganna sögðust nota ensku á sam- félagsmiðlum, sem var örlítið yfir meðaltali Norður- landa í heild. Mikill meirihluti ungs fólks á Norður- löndunum var sammála því að enska nægði sem eina erlenda tungumálið, en það reyndist mikill munur milli landa. Svíar eru mest sammála fullyrðingunni, en Færeyingar eru minnst sammála. Það kemur kannski á óvart en íslensk ungmenni voru samstíga frændum sínum í Færeyjum og voru almennt ekki á því að enska nægði sem eina erlenda tungumálið. Mikill áhugi á menningarefni Ljósi punkturinn er að tiltölulega stór hluti, eða um tveir þriðju hlutar svarenda, hafði notið menning- arefnis frá hinum norrænu löndunum. Aðalástæð- urnar sem gefnar voru fyrir því voru skemmtana- gildi efnisins og/eða áhugavert innihald (Skjold Frøshaug og Stende, 2021). Af þessu má sjá að norræn ungmenni leita í menn- ingarefni vegna áhuga á efninu og vegna skemmt- anagildisins, en miklu síður vegna tungumálaáhuga. Það varpar ljósi á mikilvægi þess að bækur frá öllum norrænu löndunum séu þýddar og gerðar aðgengi- legar á öllum þjóðtungunum. Það er undirstaðan sem menningarsamstarf Norðurlanda hvílir á og ennfremur leiðin til að viðhalda áhuganum á nor- rænni menningu hjá næstu kynslóðum. Þegar saga barnabókaþýðinga á Íslandi er skoðuð kemur einnig skýrt fram hversu mikil og mótandi áhrif lestur norrænna bóka hefur haft á íslensk börn, og þannig styrkt upplifun þeirra af því að vera hluti af norræna menningarsvæðinu. Astrid Lindgren er mest þýddi rithöfundur Svía fyrr og síðar. Sumargjöf handa börnum Stiklað á stóru í þýðingasögu Framan af voru íslenskar barnabækur að mestu þýð- ingar úr erlendum ritum og höfundarnir höfðu oftar en ekki búið erlendis, einkum í Danmörku, og vildu færa íslenskum börnum þá uppfræðslu sem börn í útlöndum hlutu. Fyrsta þýdda barnabókin kemur út á íslensku árið 1795 undir titlinum Sumargjöf handa börnum. Guðmundur Jónsson þýddi bókina úr dönsku en frumtungumálið var þýska (Silja Aðal- steinsdóttir, 1981).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.